Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 51
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS
stark og Esbjörn prude, eins og þeir
eru kallaðir í hinu sænska kvæði.
Kvæði þetta sýnir, að Orms þáttur
Stóróljssonar hefur borizt til Svíþjóð-
ar í einhverri mynd snemma á öldum.
Talið er sennilegt, að þátturinn hafi
fyrst borizt til Noregs, en þaðan hefur
þetta yrkisefni komizt til Svíþjóðar.
Ahrif íslenzkra fornsagna í Dan-
mörku urðu harla mikil, og veldur
því einkum Danasaga Saxós. Saxó
Grammaticus var frægasti höfundur
Dana um margar aldir; hann samdi
sögu Danmerkur á latínu, geysimikið
rit. Meðal áhrifa þeirrar bókar á
heimsbókmenntirnar má nefna það,
að Shakespeare fékk þaðan söguna af
Hamlet um ýmsa milliliði, en þá sögu
mun Saxó hafa þegið frá íslendingum
eins og margar aðrar sögur, sem
hann rekur í bók sinni. Fyrstu níu
bækurnar í riti Saxós fjalla um for-
sögu Danmerkur, og kennir þar ýmsra
grasa. Saxó fer svofelldum orðum um
Islendinga og sagnaritun þeirra:
„Eigi skal iðni íslendinga liggja í
þagnargildi. Vegna ófrjósemi ætt-
jarðar sinnar eru þeir lausir við of-
nautn, iðka jafnan hófsemi og verja
löngum hverri stund lífsins til að víð-
jrœgja ajrek annarra, láta mannvitið
vega upp fátœktina. Það er yndi
þeirra að þckkja afrek allra þjóða og
jæra jmu í frásögur, og meta þeir það
engu minni frægð að skýra frá
hreystiverkum annarra en að vinna
þau sjálfir. Hef ég kostgæfilega fært
mér í nyt hina sannfróðu sagnasjóði
þeirra, og hefi ég sett mikinn hluta af
riti mínu saman eftir frásögn þeirra
og ekki talið mér minnkun að hafa þá
heimildarmenn, er ég vissi margspaka
í fornum fræðum.“
Saxó er talinn hafa lokið riti sínu
árið 1216, en hann mun hafa byrjað
að vinna að því seint á 12. öld. Eins
og kafli þessi ber ótvírætt með sér,
hefur Saxó fengið mikinn fjölda
sagna frá íslendingum og notað þær í
riti sínu. Af þeim orðum, sem hér
hafa verið skáletruð, er auðsætt, að
hann hefur notað skráðar sögur. Iðni
Islendinga víkur að ritstörfum, og
hugmyndin að færa í frásögur benda
einnig í þá átt. Þegar Saxó hefur rit-
störf sín, höfðu íslendingar fengizt
við sagnaritun um meira en hálfa öld.
Þá höfðu íslenzkar sögur, Hrómund-
ar saga og aðrar lygisögur, borizt til
Noregs, og Norðurlandabúum var þá
einnig kunnugt um alvarlegri sagna-
ritun Islendinga. Við dönsku hirðina
koma íslenzk skáld og kynna þar
skáldskap sinn og aðrar íslenzkar
menntir. Um svipað leyti og Saxó
samdi rit sitt, fjallaði íslenzkur höf-
undur um forsögu Danmerkur í
Skjöldunga sögu, Hún hefur verið
stórfellt rit, en nú er hún að miklu
leyti glötuð. Af henni hefur varð-
veitzt brot, og auk þess er hún til í
latnesku ágripi, sem Arngrímur lærði
gerði við lok 16. aldar. Margt er svip-
að með Skjöldunga sögu og Dana-
TÍMARIT máls oc mennincar
145
10