Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 26
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
vísu til rúms í Ijóðagerðinni, bæði andlegri og veraldlegri, en hinn heilagi
dynur tungunnar heyrist einnig þar í Ijóðum hinna beztu skálda, svo sem
greina má í Niðurstigsvísum Jóns biskups Arasonar:
Djarfleg er mér diktan,
drottinn minn, um sjálfan ])ig,
þar sem æpa og ikta
alta vega í kringum mig
glæpa fjöld og gleyming boðorða þinna:
maklega angist mætti ég fá
ef minntist á
sárleik synda minna.
Einhverntíma í kringum siðaskiptin hafa sennilega til orðið Vísur Fiðlu-
Bjarnar, eitt hið furðulegasta ljóð sem við eigum, hulduljóð og þjóðkvæði í
senn, og mæla sumir að Björn þessi hafi heyrt það kveðið í kletti, en að öðru
leyti er ekkert með vissu um þann mann vitað.
Kvæðið er svona:
Mér verður fuglsins dæmi
er fjaðralaus kúrir,
skríður skjótt að skjóli,
skundar veðrum undan,
týnir söng og sundi,
sína gleðina fellir.
Svo kveður mann hver þá momar
mæddur í raunum sínum.
Mér verður skipsins dæmi
er skorðulaust hvílir
eitt við æginn kalda
— engan stað fær góðan:
rísa bárur brattar,
í briminu illa þrymur.
Svo kveður mann hver þá mornar
mæddur í raunum sínum.
Mér verður liússins dæmi
— í hallri hrekku stendur:
búið er brátt muni falla,
bresta til og lestast,
svigna súlur fornar
en salviður bognar.
Svo kveður mann hver er mornar
mæddur í raunum sínum.
120