Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 45
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS verið undanfarna áratugi. Og þetta vandamál kemur mjög við efni grein- ar minnar, þar sem ég tel, að Hró- mundar saga sú, sem Sverri konungi þótti svo gaman að, hafi í raun réttri verið rituð, enda mun einhver hafa lesið hana upphátt til að stytta Sverri og hirðmönnum hans stundir. 3 Eins og Þorgils saga og Hafliða ber með sér, hefur Sverrir konungur þekkt fleiri lygisögur en Hrómundar sögu Gripssonar, sem Hrólfur í Skálmarnesi skrifaði til að skemmta veizlugestum í brúðkaupi árið 1119. Má það þykja mjög sennilegt, að lestur slíkra sagna í heyranda hljóði til skemmtunar við hirðina hafi kom- izt í tízku á dögurn Sverris. Það mætti jafnvel láta sér til hugar koma, að Sverrir hafi kynnzt slíkri sagna- skemmtun í Færeyjum, ef hinn ís- lenzki siður hefur þekkzt þar á 12. öld. Einnig mætti láta sér detta í hug, að íslenzkir menn við hirð Sverris hafi komið þessu á. Hvernig sem því er háttað, þá er hitt víst, að skemmtun lygisagna var einnig stunduð við norsku hirðina eftir daga Sverris. Hákon gamli lét þegar snemma á ríkisstjórnarárum sínum þýða ridd- arasögur úr frönsku, og er ekki ósennilegt, að lestur lygisagna við hirðina hafi orðið Hákoni hvöt til að fá frönsku sögurnar, sem honum hef- ur þótt kurteisara skemmtiefni en ís- lenzkar lygisögur. Árið 1263 lét Magnús lagabætir skennnta sér með íslenzkri tröllkonusögu. Það var Iluldar saga, sem Sturla Þórðarson hafði samið, og áður er getið um. Auk þess sem ráðið verður af ís- lenzkum heimildum um íslenzkar lygisögur í Noregi, má ýmsan lærdóm fá af norskum þjóðkvæðum, sem virðast vera ort eftir slíkum sögum. Af því, sem þegar hefur verið sagt, Jrarf engan að undra, Jiótt slík hafi orðið örlög Hrómundar sögu í Nor- egi. Af henni var gert kvæði, sem enn er til. Önnur fornaldarsaga, sem vís- lega barst til Noregs í handriti, er Orvar-Odds saga. af henni var einnig ort kvæði. Auk þessara tveggja sagna sér merki þess í norskum danskvæð- um, að eftirtaldar sögur hafi borizt til Noregs: Hervarar saga, Ragnars saga, Hróljs saga Gautrehssonar og llluga saga Gríðarfóstra. Hin íslenzka sagnaskemmtun að lesa sögur í heyr- anda hljóði virðist aldrei hafa fest rætur í Noregi utan hirðarinnar. En íslenzk skáld höfðu haft geysimikil bókmenntaleg áhrif við konungahirð- ir í Noregi allt frá 10. öld, og Jiví er ekki undarlegt, þótt sagnaáhrifa frá íslandi gæti meira við hirðina en annars staðar. Eflaust hafa margir íslendingar minnzt Hákonar gamla með þakklæti fyrir þá skemmtun, sem hann veitti þeim með því að stuðla að þýðingum franskra riddarasagna á norrænu. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.