Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 7
HALLDOR KILJAN LAXNESS Eimi af jógínum verksins (Hallbjörn Halldórsson in memoriam) TVitstjori Tímaritsins sendir mér nú orð í aðra heimsálfu og minnir mig á að snemma í sumar hafi ég beðið hann að ætla mér einsog síðu í Tímaritinu til að minnast góð- vinar míns sem |)á var nýlátinn, Hallbjarnar Halldórssonar prentara. I það mund sem Hallbjörn lést var verkfall í prentiðn, svo ekki varð mælt eftir hann í blöðum á útfarardegi sem siður er til. Nú þegar ég er mintur á þessa fyrirætlun mína viU svo til að ég er fjarri gögnum og heimildum; þarf því einginn því að kvíða að sú blaðsíða sem hér verður samanskrifuð muni sligast af ofþúnga hlutræns fróðleiks um manninn. En það sakar kanski ekki í þessu falli. Og fróðir menn munu annarsstaðar halda til haga ytri atburðum í tímaröð úr ævi hans. Þó vona ég að mér skjöplist ekki því meira um upphaf hans þegar ég segi (eftir minni) að hann hafi verið fæddur að Vilborgarkoti í Mosfellssveit 3. júlí 1888. „Við strákamir úr Mosfellssveitinni", var hann vanur að segja við mig þegar við hittumst; og hann kvaddi mig aldrei svo, að hann bæði ekki að heilsa „Mosfellssveitinni sem er ein af fegurstu sveitum landsins". Hallbjörn Halldórsson var borinn til lífskjara af því tagi sem laungum hafa verið heimanfylgja hinna bestu manna á Islandi. Við í Laxnesi vorum næstir nágrannar Halldórs föður hans sem í hernsku minni var bóndi í Bríngum. Eg efast um að Halldór í Bríngum hafi, að frá tekinni glaðværð sinni og kjarkgóðum hlátri sem mér er hlátra minnisstæð- astur úr bernsku, átt góss svo nokkru næmi, utan það brot úr hestafli sem býr í hendinni á einyrkja. Hann reisti ásamt konu sinni eyðibýlið Vilborgarkot úr rústum á öndverðum húskaparárum þeirra hjóna, en þau flosnuðu þaðan bráðlega upp og kotið fór aftur í eyði. Þá leituðu hjónin austuryfir fjall, en Halldór var kynjaður úr Olfusi, og lifðu þar við þraungan kost í ýmsum stöðum með barnahópi sínum um allmörg ár, uns þau bárust suður aftur og tóku Bríngurnar, harðbýlt kotgrey vestaní brúnum Mosfellsheiðar. Hallbjörn sagðist hafa verið fimtán ára þegar hann fór suðrí Reykjavík að nema prent- list, það hefur þá verið árið 1903, og fer ég meiren lítið villur ef það var ekki einmitt þetta sama ár sem faðir hans fór að Bríngum, svo Hallbjörn var víst ekki nema eitt sumar í Mosfellssveit, ef frá er talið hurðarár hans í Vilborgarkoti. En hann átti þar föður og móður. Og þessi sveit var honum að sjálfs hans sögn oft mikil augnahvíld ef hann sá í miðjum önnum dagsins, útum glugga neðan úr borginni, hvar glóði á fjöll hennar. Þó hann ætti Mosfellssveitina einkum að draumalandi, en ég væri reykvíkíngur sem fór þama uppeftir til að skemta mér þegar ég var þrevetur, þá töluðum við ævinlega um þessa sveit einsog þar ættum við einkaveröld okkar, og finst mér ég hafi sjaldan eignast jafnágætan sveitúnga. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.