Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 90
Umsagnir um bækur Jóhann Kristófer eftir Romain Rolland. essi bláu undarlegu björtu augu, skær- ustu og jafnframt gófflegustu augu sem ég hef nokkurn tíma séð. Þannig talar Stefan Zweig í sjálfsævisögu sinni og á viS augu Romain Rolland. Þetta kemur ekki á óvart lesanda bálksins um Jóhann Kristófer. Þar skrifar Rolland þróunarsögu tónskálds sem verður landflótta úr Þýzkalandi og hafnar í Frakklandi í jieirri veröld sem átti engar atómsprengjur yfir höfði sér, þar sem menn þroskuðu anda sinn og dýrkuðu snill- ina eins og dularfulla gjöf sem guð almátt- ugur lét fylgja innréttingunni þegar hann hjó til eitt og eitt ofurmenni sem einskonar kaupbæti handa þjóðunum í mannkynshaf- inu. Síðan komu tvær heimsstyrjaldir, fyrst styrjöldin sem var háð til að enda öll stríð, svo nasismi og önnur styrjöld til að ganga af trúnni á varanleikann dauðri, loks atóm- sprengjan í Hiroshima sem svipti mann- k; nið ódauðleikanum. Romain Rolland var fjögurra ára þegar stríðið hófst milli Frakka og Þjóðverja, og í hinu mikla verki um Jóhann Kristðfer lagði hann sig allan fram með óhemju- Jiekkingu og viti og göfugu hjartalagi til að sprengja þann hatursmúr og tortryggni sem sundraði nágrönnunum. Þetta verk er einstæð könnun á geðslagi og menningu þjóðanna tveggja og reyndar allsherjar spegill álfunnar á tímanum fram yfir alda- mótin. Að mörgu leyti var þessi saga tón- skáldsins byggð á ævi Beethovens, sjálfur var Romain Rolland hálærður tónlistar- fræðingur, prófessor í tónlistarsögu við há- skólann Sorbonne og hafði skrifað mikið um tónlistarsögu þar á meðal Beethovens- ævi sem er frernur óður til Beethovens en talning staðreynda úr lífssögu hans. Jóhannssaga Kristófers kom út í tíu bindum á árunum 1904 til 1912 en 1915 hlaut höfundurinn Nóbelsverðlaunin. Þá var enn sá tími að rithöfundar höfðu ægi- vald yfir sálum manna; menn gátu ekki talizt til betri hluta borgarastéttarinnar án þess að látast bera virðingu fyrir andlegum afrekum, reyna að tileinka sér þekkingu á list og bókmenntum, það var hlustað meira eftir því sem rithöfundar létu uppi heldur en aðrir menn, það er af sem áður var. Þessu verki RoIIand var tekið með hrifn- ingu, ltann var dáður og hylltur og mörgum þótti líkt og Stefan Zweig sem segir að andspænis Romain Rolland hafi honum þótt sem hann stæði frammi fyrir samvizku þjóðanna. Hvílík firn af mannviti og þekkingu eru þjöppuð saman í þessu skáldverki. Sá sem legði eingöngu listfræðilegt mat á verkið myndi fljótlega gefast upp við að telja þær formreglur skáldsögu sem höfundurinn hrýtur, við lesturinn er slíkt fánýtt og sannarlega eftirsókn eftir vindi að skoða þetta undursamlega verk þannig. Hvað eft- ir annað er atburðarásin horfin eins og fljót sem hefur grafið sig undir landið og ferðamaðurinn er búinn að gleyrna fljótinu uppnuminn af landslaginu og furðum sem 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.