Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 62
GUNNAR BENEDIKTSSON Guðrún í Gestliúsum IVOTTORÐI til réttvísinnar lét lækn- irinn í ljós grunsemdir um það, að stúlkan hefði alið barn. Og það var hið eina af öllu því, sem fram kom í málinu, sem nokkur leið var að taka mark á. í vottorði sínu til réttvísinnar tiltók læknir engan tíma, en ógætileg ummæli hans í upphafi málsins voru talin í samræmi við framburð Laugu. Það var upphaf hennar máls, að allir áttu von á því, að þurrkurinn mundi koma með höfuðdeginum, en Páll gamli sagði alltaf, að með höfuðdeg- inum kæmi þurrkurinn ekki, heldur mundi hann koma með egidíusi. Og það var hann, sem hitti naglann á höfuðið. 1. september kom þessi bless- aður þurrkur og stóð óslitið, þar til aumustu amlóðarnir höfðu náð upp síðustu tuggunni. Og þriðja þurrk- daginn var það. Það var svo sem ekki við neinn um að sakast, og þó hefði húsbóndinn átt að geta skilið það, ef karlmenn gætu nokkurn tíma skilið, hvað konum býr í brjósti, að það var ekki einleikið, hvað stelpan var fljót lil að bjóðast til að ganga frá í hlöð- unni með þessum strák, sem sannar- lega leit út fyrir að vera allra heiðar- legasti piltur, þótt stelpugægsninu tækist að koma honum til við sig. Það vissi guð, að þennan hálfan mánuð, sem hann var kaupamaður í Gesthús- um, þá hafði hann ekki svo mikið sem rennt auga til þeirra stúlknanna. Það veit guð, að ekki hefði hún skorazt undan að fara út í hlöðu með mann- inum. Hún skoraðist aldrei undan að gera það, sem gera þurfti á þessu ágæta heimili, og vel treysti hún sér til að leysa úr böggum með hvaða karlmanni sem var, án þess að til óskapa þyrfti að koma. Þá lét réttvísin þess getið, að það varðaði sig engu, hvaða stúlkur treystu sér til að fara út í hlöðu með karlmanni. Hér var um það eitt að ræða, hvort stúlka hefði borið út barn sitt. Lauga bað réttvísina ósköp kurteis- lega að hafa sig hæga, þetta kæmi allt saman. Það gat hún svarið við sálu- hjálp sína, að ekki voru það meira en fimm baggar, sem þau skötuhjúin los- uðu úr reipunum og komu á sinn stað, meðan hún mjólkaði fjórar kýr. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.