Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 9
EINN AF JÓGÍNUM VERKSINS
Iiafa ekki í æskn átt þess kost að gání;a í skóla og ver'ða lærður maður svosem verið hiifðu
ýmsir fyrri aittmenn hans. Hann liafði af náttúrunni flestar þær gáfur sem prýtt fá lærða
menn: skilníng, næmi, minni, ímyndunarafl, nákvæmni, atorku, smekk. En Vilborgarkot
og Bríngurnar sögðu pass. Það var átak hjá únglíngi úr örreytiskoti, þó ekki væri nema
drífa sig suður og fara að stunda handiðn. En þó Hallbjörn nyti ekki reglulegrar skóla-
gaungu notaði hann tómstundir sínar til sjálfsmentunar og náði árángri sem margur
skólageinginn maður hefði mátt öfunda hann af. Hann var allra manna best að sér í
almennum greinum og ávinníngur að ræða við hann um mörg efni sem talin eru undir
lærdóm, jafnvel að fara með honum að spásséra á víðavángi, því hann kunni skil á einni
og sérhverri jurt sem fyrir augun bar. Hann hafði það góða undirstöðu í latínu að ég
heyrði hann einusinni lesa og útleggja kirkjulatneskan texta uppúr fomu prenti; var
bjargálnamaður í ensku og frönsku, og svo útfarinn í þýsku að hann skrifaði á þeirri
túngu og hélt á henni ræður ef þurfti; var enda oft sendur af íslenskum prenturum á þíng
og hátíðar að koma fram fyrir hönd stéttarinnar útum heim. Þó var íslenskan honum
kærust viðfángsefna og sú grein, utan prentlistarinnar, sem hann stundaði af mestum
metnaði. Hann nam íslensku bæði af fræðimönnum og vísindaritum og sýndi slíka þekk-
íngu á málfræði úngur prentari, að honum var veittur aðgángur að háskólanum og stund-
aði þar nám undir handleiðslu Björns prófessors Olsens, þess manns sem hann virti ævi-
lángt flestum ofar.
Eftir Hallbjörn liggur sitt hvað smærri rita sem ég hef því miður ekki tök á að telja hér,
en skal nefna hugvekju hans um íslenzkt mál, sem hann gaf út á prenti árið 1944; brýnir
þar fyrir löndum sínum siðferðisskyldu og þrifnað sem felist í því að vanda túnguna. En
hann var á miðjum starfsaldri sínum settur í þá þegnskylduvinnu hjá flokki sínum að
stjórna Alþýðublaðinu, og hafði lítinn vinnukraft við hlið sér og stundum aungan, en varð
að leggja nótt við dag árum saman. Þessi annasami starfi, sem hann hafði tekist á hendur
af innri skyldukvöð vegna sósíalismans, gekk mjög nærri starfskröftum hans, og lamaði
þá eftilvill að nokkru leyti svo hann har aldrei sitt bar fullkomlega eftir þessa fimm ára
skorpu; þessi skylduritstörf tóku frá honum gleði af ritstörfum og laungun til þeirra upp
frá því, að sögn hans. Hann mátti varla sjá penna fyrstu árin eftir. Mart af því sem hann
skráði, og þá sérílagi þeir hlutir sem hann hefur látið eftir sig um prentlist, mundu sóma
vel minníngu hans í safnriti, og vík ég því máli til stéttarhræðra hans og annarra vina. Sú
bók þyrfti ekki að vera stór, en ekki mundi hjá því fara að hún gæfi mynd af gáfumanni
og öðlíngi sem helsti fáar bækur gera; og lygi mundii menn ekki finna í þeirri bók fremur
en sjálfri lífsbók Hallbjarnar Halldórssonar.
103