Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 85
VERÖLD SEM VAR gert til að stuöla að friðsemi í ver- öldinni. Það var mikill friður á þing- inu og allir voru sammála og lýstu friðarvilja sínum með sömu orðun- um hver eftir annan. Og þegar ég hugsa um þetta þing rifjast fyrir mér frásaga Stefans Zweig í sjálfsævisögu hans af vanmætti rithöfundanna, skáldanna og andansmannanna vina hans sem komu saman og fluttu hug- næmar ræður og töluðu fyrir bræðra- lagi og nokkru seinna var skollin á styr j öld. II Hér á landi varð Zweig víst fyrst kunnur af hinum miklu ævisögum mannkynssögustórmenna sem komu út hver eftir aðra í líflegum þýðing- um Magnúsar Magnússonar sem var kenndur við blað sitt Storm. Hann flutti hinar hálshöggnu drottningar Maríu Stúart og nöfnu hennar Maríu Antoinette, hnattsiglingamanninn Magellan og Fouché blóðhund Napo- leons eins og flóttafamilíu undan ver- aldarsögunnar veðraham inn í húsa- skjól hins íslenzka skammdegis og þar var þeim tekið opnum örmum eins og skipbrotsmönnum sem brimið kastar upp á eyðisand og hlutu kærleiksból í hugum íslenzkra lesara. Hver hefur ekki einhvern tíma í sínum uppvexti lesið ítarlega greinargerð Zweig um raunir hins vandræðalega klaufa Lúðvíks konungs sextánda þegar hann var að brölta nótt eftir nótt til þess að framlengja ættina og mæðu ungu drottningarinnar í því þrátefli og hvernig hún steypti sér út í hina makalausu eyðslusemi og spandans í vonbrigðum sínum og sefans víli. María Antoinette, hún stendur með hið fagra höfuð sitt áþrykkt að nýju í þeim mörg þúsund bókaskápum sem voru komnir á sinn stað í stofunni þegar þessi bók kom út; ein af ann- arri bættust við bækurnar sem hann Magnús þýddi eftir Stefan Zweig. Þannig höfundur er Stefan Zweig að hann nær undrasterkum tökum á les- ara sínum og neyðir hann til að fara að endurmeta afstöðu sína til hinna og þessara sem voru kallaðir blóð- sugur J)jóðanna, hann veifar fána móti hinni voldugu reiði sem heinist gegn einstaklingum þessum sem hafa verið sakaðir um að valda svo mikilli þjáningu, þeir liggja fallnir á blaðsíð- um sögubókanna, fordæmdir í valn- um, þá kemur Stefan Zweig og gerir okkur vandlætendum þann grikk að sýna okkur einstaklinginn svo um- komulausan og vanmáttugan inni í hinni holu líkneskju sem var felld af stalli. Enda segist Stefan Zweig alltaf hafa haft mestan áhuga á hinum sigr- uðu. Þannig skrifaði hann ekki ævi- sögu Elísabetar Engladrottningar á glæsilegasta skeiði Englands heldur hinnar sigruðu Skotadrottningar sem Elísabet frænka lét höggva með kven- legri nærfærni; ekki Marteins Lúthers 179

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.