Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 36
TIMARIT MALS OG MENNINGAR okkar hafa alla ævi verið óbrotnir alþýðumenn, eins og Bólu-Hjálmar og Stephan G. Nú fer bæjamenning vaxandi á íslandi og tæknimenningin hefur gerbreytt aðstöðu og viðhorfi sveitafólksins sem áður bar alla þjóðmenninguna á herð- um sér. Meginkjarni æskulýðsins út um landsbyggðina flyzt jafnt og þétt til bæjanna, en þeir sem eftir sitja búa við slíkt annríki að lítill tími mun vinnast til annars en skrúfa frá viðtækinu stund og stund ellegar líta í blað. Hin and- lega þróun er dæmd til að breytast um leið. Onnin krefst þess að börn bóndans læri sem yngst á bíla og allskonar nýtízku landbúnaðarvélar — hinsvegar er það ekki lengur nein lífsnauðsyn að þau læri á eddukvæði, að maður nú ekki tali um atómljóð. Afleiðing þessa hlýtur bráðlega að segja til sín, nema gripið verði til sérstakra varnarráða og samhjálpar: sveitin hættir ella að vera sá verndari og miðlari skáldskapar sem hún hefur verið í þúsund ár. Hin blóð- runna Ijóðást náttúrubarnsins er í voða. Þegar engin dalamey eða nesjasveinn syrgja lengur „hörpunnar dæmi, þeirrar er á vegg hvolfir“, þá mun Öðinn ríða þaðan hið skjótasta úr garði með guði sína alla. Vera má að bæjamenningin erfi hina aldagömlu ljóðást sveitafólksins og geti miðlað skáldum sínum þeim lindum sem áður spruttu úr mosa og bergi. En það er ekki nóg. Þjóðin öll verður að halda áfram að eiga ljóðið í hjarta sínu ef hún á að lifa. Einnig og ekki síður þeir er í sveitum búa. Ljóðið er sá strengur tungunnar sem dýpst er sóttur í sál landsins. Ur skauti náttúrunnar og brjósti þess fólks sem með henni lifir og deyr verður það ævinlega að fá sitt blóð. Eg ætla ekki að leggja á ráð um hvernig varðveita skuli þau lifandi tengsl milli alþýðufólks og ljóðlistar sem varað hafa um aldir. En ég held að það geti meðal annars gerzt með þeim hætti að skáldin og fólkið geri meira að því að talast við með einhverjum hætti en verið hefur nú um 'sinn. Vildi ég svo slá botninn í þessar hugleiðingar með ávarpi Einars Bene- diktssonar: Og framtíð á Islands fornhelga gígja . sem fjarskyldu ómanna djúp skal tengja. Vor list hún skal máttkast. Oss kennist að knýja. Þá kemur öld hinna tveggja strengja. Með nýsköpun eilífri í norrænu máli neistamir kvikna — sem verða að háli. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.