Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 74
A. P. TSJEKHOV Um skaðsemi tóbaksins Leikþáttur Persónan: Ivan Ivanovitsj Njúkhín, eiginmaður konu sinnar sem rekur tónlistarskóla fyrir stúlkur ásamt heimavist. LeiksviðitS: Svið í samkomuhúsi úti á landsbyggðinni. NjÚkhÍn (með langa barta, án yfirskeggs, í gömlum, slitnum lafafrakka, gengur iígulega inn á sviðið, lmeigir sig og lagar á sér vestið): Heiðruðu dömur, og, á sína vísu, heiðruðu herrar. (greiðir bartana) Þess hefur verið farið á leit við konu rnína, að ég flytti hér einskonar alþýðlegan fyrirlestur til styrktar góðu málefni. Ja, hvað skal segja? Fyrirlestur sem fyrirlestur — gildir mig einu. Eg er auðvitað enginn prófessor og stend framandi frammi fyrir öllum lærdómsgráðum, en engu að síður, þá hef ég, í öllu falli, í full þrjátíu ár, stanzlaust og jafnvel mér lil heilsutjóns og svo framvegis, má ég segja, verið að glíma við vandamál, hávísindalegs eðlis, ég hef ígrundað og ígrundað og jafnvel skrifað stundum, hugsið ykkur það, vísindalegar greinar, Jtað er að segja, ekki beint vísindalegar, heldur, afsakið orðalagið, svona í ætt við að vera vísindalegar. Það má skjóta því hér inní, að núna á dögunum lauk ég við heljarmikla grein undir fyrirsögninni: „Um skaðsemi nokkurra skordýrategunda.“ Dætrunum líkaði hún mjög vel, einkum það sem ég sagði unt veggjalýsnar, en ég las þetta yfir og reif það. Það er nú einu sinni svo, að hvað mikið sem menn skrifa, þá komast menn ekki hjá því að nota skordýra- duft. Heima hjá okkur eru veggjalýs, jafnvel í píanóinu .. . Sem efni þessa fyrirlestrar, sem ég nú flyt, hef ég valið mér, svo að segja, að tala um Jsað böl sem tóbaksneyzlan leiðir yfir mannkynið. Ég reyki sjálfur, en konan mín fyrirskipaði að tala hér um skaðsemi tóbaksins, og, sem sagt, þá þurfti ekki að ræða það frekar. Um tóhak, þá tóbak — mig gildir það einu, en ég vil mælast til þess af ykkur, heiðruðu herrar, að þið sýnið tilhlýðilega alvöru- gefni meðan á þessum fyrirlestri stendur, því annars kann svo að fara, að ekkert verði af honum. Ef einhver hér inni hræðist þurran vísindalegan fyrir- lestur, ef einhverjum geðjast ekki að svoleiðis, þá þarf hann ekki að hlusta, 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.