Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 41
ÍSLENZKAR FORNSÖGUR ERLENDIS
samið er í öðrum tilgangi. Ég efast
um, að það sé ofmælt, þótt ég segi, að
íslenzka þjóðin hafi hlýtt á fornsögur
vorar frá því, að þær voru samdar og
fram á 19. öld.
Af þessu sést, hve rótgrónar sög-
urnar eru í íslenzkum jarðvegi. I þýð-
ingum glatast mörg einkenni þeirra,
og auk þess gengur útlendingum örð-
uglega að skilja margt í þeim, eins og
áður er vikið að. Utlendingar njóta
sagnanna á annan hátt en vér. Þegar
Ríkisútvarpið brá á það viturlega ráð
að nota fornsögurnar til að skemmta
áheyrendum, eins og upphaflegur til-
gangur sagnanna raunar var, mun
það hafa rifjazt upp fyrir mörgum
hlustendum, að þannig ætti að njóta
þeirra. Svo höfðu sögurnar verið not-
aðar lengst af. Mér þykir ósennilegt,
að mönnum muni brátt líða úr minni,
hve snilldarlega Einari Ól. Sveinssyni
fórst að lesa Njálu og skemmta svo
alþjóð. En þegar ágætur upplesari
reyndi að leika sama leik í brezka út-
varpinu nokkrum misserum fyrr, varð
raunin önnur. Njáls saga naut sín þar
ekki af ýmsum ástæðum, en ein þeirra
var sú, að enska þýðingin var gerð
handa lesendum, en ekki handa áheyr-
endum. Og svipuðu máli ætla ég, að
gegni um margar aðrar þýðingar ís-
lenzkra fornsagna. Engum manni
myndi detta í hug að þýða leikrit
Shakespeares án þess að hafa leiksvið
í huga, því að með öðru móti næði
þýðingin ekki tilgangi höfundar. En
íslenzku sögurnar hljóta að gjalda
þess, þegar þeim er snarað á aðrar
tungur, að sögur til upplestrar eru
ekki viðurkenndar sem sérstök bók-
menntagrein með öðrum þjóðum á
sama hátt og fornsögurnar voru um
langan aldur hérlendis. Fornsögur
vorar standa svipað að vígi á erlend-
um vettvangi og leikrit Shakespeares
í löndum, sem hafa ekkert leiksvið.
Hvorratveggja verður notið á ýmsa
lund, en þó ekki á þann hátt, sem höf-
undar þeirra ætluðust til.
2
Kynni útlendra þjóða af íslenzkum
fornsögum eru miklu eldri en hand-
ritasöfnun Skandínava á 17. öld og
elztu þýðingar sagnanna á aðrar
tungur. Þegar íslendingar hófu
sagnaritun, snemma á 12. öld, töluðu
nágrannaþjóðir vorar tungur, sem
voru harla svipaðar íslenzku. Þetta á
vitanlega einkum við um Færeyinga,
en mállýzkur í Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku, Orkneyjum og Hjaltlandi
voru þá mjög líkar íslenzku. Auk þess
var íslenzka þá töluð á Grænlandi. í
löndum þessum gátu menn skilið ís-
lenzku fram á 13. öld og í sumum
þeirra miklu lengur. Að vísu bendir
ekkert til þess, að íslenzkar sögur hafi
haft mikinn markað utanlands, en þó
eru þess næg dæmi, að nágrannaþjóð-
ir, sem voru svipaðrar tungu og vér,
nytu góðs af íslenzkum sögum. Hvergi
utan íslands virðist sagnaskemmtun
135