Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 82
TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAR
ættlands síns. „Við getum ekkert af
henni lært,“ sagði Castro, „þvi við
höfum sigrað þær hersveitir sem þessi
sendinefnd hafði skipulagt.“ Það
verður að taka til óspilltra málanna
við skiptingu jarðeigna — það er
gamalt vandamál —, og þegar hefur
verið vikið opinberlega að stórjarð-
eignum útlendinga. Fyrir nokkrum
vikum réðst Fidel Castro í sjónvarp-
inu á kynþáttahleypidóma, eða réttara
sagt á misréttið sem svertingjar á
Kúbu eru beittir. Hann notaði orð
sem engin stjórn á Kúbu hefur þorað
að segja hingað til. „Kúba,“ sagði
hann, „telst ekki til suðurhluta
Bandarikjanna.“ Eg heyrði og sá
hann segja þessi orð í sjónvarpinu.
En daginn eftir felldu sum dagblað-
anna niður þessa setningu.
Því allir vita að baráttan er að
byrja, eins og hermaðurinn sagði við
mig. Mótstaðan er sterk bæði innan
lands og utan. Heimsveldisstefnan
lætur ekki auðveldlega í minni pok-
ann. Grimmilegur áróður var skjót-
lega bafinn erlendis gegn stjórn
Kúbu, sem var sögð flokkur glæpa-
manna. Sá er tilgangurinn, sá er hinn
eini tilgangur með hinni skælandi til-
finningasemi, með krókódílatárum
þeim sem ákveðin norðuramerísk
blöð úthella yfir aftökum morðingj-
anna sem þjónuðu undir Batista. Ef
byltingin hefði ekkert annað liaft í
för með sér en tilfærslu nokkurra
peða, hefðu þessi blöð klappað henni
lof í lófa. Þar eð þau geta ekki gagn-
rýnt nýju stjórnina, sem nýtur trausts
fólksins, reyna þau að ata hana sauri.
Að skjóta fáeina lögreglusnápa sem
hafa pyndað, rænt, brenrit, myrt!
Hvílíkur glæpur! Þeir gleyma samt
— Castro hefur minnt á það — að ein
atómsprengja, sú sem var varpað á
Hiroshima, drap á einu andartaki tvö
hundruð þúsund sakleysingja. Bylt-
ingarstjórnin mun ekki drepa svo
marga menn. En þeir sem eiga Kúbu
skuld að gjalda munu gjalda hana.
Byltingin heldur áfram. Vér lifum þá
daga sem Marti* spáði. Daga þegar
vér verðum að vera að sama skapi að-
gætnir og atorkusamir sem þeir er
horfa á sigur vorn með ísköldum
augum hefnigirni og gremju eru at-
orkusamir og aðgætnir.
* Skáld, ræðuniaður og rithöfundur (1857—95). llann íéll í Dos Rios-bardaganum í
Sjálfstæðisstríðinu.
176