Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
En þannig segir í Guðrúnarkviðu hinni fyrstu af því er Gullrönd svipti
blæjunni af líki Sigurðar Fáfnisbana:
A leit Guðrún
einu sinni:
sá hún döglings skör
dreyra runna,
fránar sjónir
fylkis Jiðnar,
hugborg jöfurs
hjörvi skorna.
Þá hné Guðrún
höll við bólstri,
haddur losnaði,
hlýr roðnaði,
en regns dropi
rann niður of kné.
Ég efast urn að á nokkurri tungu veraldar hafi harmsaga verið sögð af því-
líkum tíguleik.
Þannig mætti lengi áfram halda, en nemum nú staðar við hina stórfenglegu
mynd Sólarljóða:
Sól ég sá,
svo hún geislaði
að ég þóttist vættki vita,
en gylfar straumar
grenjuðu annan veg,
blandnir mjög við blóð.
5
Þurfum við fleiri dæmi lil að skynja göfgi þeirrar Ijóðtungu sem eddu-
kvæðin létu okkur í arf ? Svo máttugur reyndist líka þessi arfur, svo íðilhreinn
og undraseigur, að engar hörntungar fengu grandað honum, hversu stórar og
válegar sem voru.
í hinu hrikalega umróti Sturlungaaldar kveður enn við þessi skæri tónn inn-
an uin glæpi hennar og blóð. Þarf ekki annað en minna á vísu Þóris jökuls við
höggstokkinn:
Upp skaltu á kjöl klífa
— köld er sjávardrífa.
Kostaðu huginn að lierða:
hér muntu lífið verða.
113