Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 16
HANNES SIGFÚSSON Þjóðlíf Helíumglampi í skýjum! Snöggt hugboð um nálægan dauða hrun gnæíandi múra og þórdunur óttans ... Þögn djúp eins og hengiflug ... Það er sólin sem kveikir í eldfimum tundurþráðum er kvíslast um öll ský eins og brugðið net viðkvæmra tauga um viðsjálan framandi þunga ... Sjá vorið sprengir lágt blýþak jarðar með leiftri eldingar og án brakandi þrumu: ó þögn sem er óp af gleði! Hið eina sem fellur nokkur strjál högl og stór heit tár, húmskæð sem gneistaregn: Þurrt vetrarmyrkrið brennur upp! 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.