Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR mennlakenningu, að engar fornaldar- sögur hafi verið skráðar fyrr en löngu síðar. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að Huldar saga eftir Sturlu Þórðarson hafi verið hin fyrsta sinnar tegundar að vera færð í letur, en það mun hafa orðið eftir miðja 13. öld. En höfundur Þorgils sögu gefur hitt fyllilega í skyn, að Ingi- mundur hafi skrifað söguna og lesið síðan í heyranda hljóði, enda var slík sagnaskennntun orðin almenn á ís- landi, þegar Þorgils saga og Hafliða var færð í letur. Hins vegar hefur honum ekki þótt nauðsyn bera til þess, að segja það berum orðum, að svo hafi verið. Samtímamenn hans gátu ekki skilið þetta nema á einn veg. Og lýsingin á fræðimanninum og sagnamanninum Ingimundi átti sann- arlega vel við, ef hann hefur skrifað sögur. Mönnum mun naumast hafa komið það á óvart á fyrra hluta 13. aldar, að prestur með skapgerð Ingimundar Einarssonar ritaði sögur til skemmt- unar. Hitt hefur þótt rniklu merki- legra, að bóndi við upphaf 12. aldar ynni sér slíkt til frægðar. Um Hrólf í Skáhnarnesi segir höfundur Þorgils sögu og Hafliða, að hann hafi verið sagnamaður og ort skipulega. Höf- undi Þorgils sögu og Hafliða þykir auðsæilega mikið til þess koma, að bóndi skuli geta ritað sögu, eins og sést af þessum kafla: „Hrólfur frá Skálmarnesi sagði sögu frá Hröng- viði vikingi og frá Olafi Liðsmanna- konungi og haugbroti Þráins berserks og Hrómundi Gripssyni — og margar vísur með. En þessari sögu var skemmt Sverri konungi, og kallaði hann slíkar lygisögur skemmtilegast- ar. Og þó kunna menn að telja ættir sínar til Hrómundar Gripssonar. Þessa sögu hajði Hrólfur sjálfur sam- an setta.“ Óþarfi er að geta þess, að orðin „að setja saman“ eru ávallt í fornum ritum notuð um skrifuð verk, enda er auðsætt af tilvitnuninni til Sverris, að þessi saga hefur verið skráð og handrit af henni borizt til Noregs. Um báðar sögurnar, sem „sagðar“ voru á Reykhólum, gegnir því svipuðu máli. Þær voru enn til mörgum áratugum eftir að þær höfðu verið samdar, og menn hafa deilt um sannsögulegt gildi þeirra. Og nú er rétt að athuga enn nánar það, sem prentað er hér með skáletri. Höfund- ur Þorgils sögu og Hafliða er að dást að því, að bóndi væri skrifandi og gæti því ritað eða sett saman sögu sjálfur. Honum þótti óþarft að taka slíkt fram um Ingimund, þar sem all- ir prestar voru að sjálfsögðu læsir og skrifandi. Þeir Hrólfur bóndi á Skálmarnesi og Ingimundur prestur á Reykhólum geta því með fullum rétti talizt til feðra íslenzkra bók- mennta. Ég hef talið rétt að fjölyrða svo um þetta mál hér af þeim rökum, að ég skil lýsinguna á Reykhólabrúð- kaupinu á allt annan veg en gert hefur 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.