Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að gera. Það sem hún átti að gera,
það var að fara austur fyrir tún þá
strax og gæta verksummerkj a.
En varð vitnið einskis vísara um
nóltina? spurði réttvísin.
Þegar Gunna var komin upp í rúm-
ið, þá fór hún aS skjálfa, og Lauga
hélt, aS nú ætlaSi hún aS fara aS eiga
barniS, því aS hún beit á jaxlinn og
spyrnti í fótagaflinn, eins og hún væri
aS harka af sér. Svo aS Lauga fór
fram úr og vildi fara höndum um
hana, ef hún gæti létt henni þrautirn-
ar. Þá gaf Gunna henni á kjaftinn og
sagSi henni aS fara til helvítis. AuS-
vitaS lét Lauga sig engu skipta, hvaS
Gunna sagSi, en labbaSi þegjandi í
rúmiS sitt og varSist hverjum blundi
á hrá til morguns og átti von á því, aS
barniS kæmi á hverri stundu. En hvaS
haldiS þiS þá aS stelpan geri? Hún
steinsofnar, svo aS þaS var rétt meS
herkjum hægt aS vekja hana um
morguninn á tilsettum tíma. En þá
var hún eins og ekkert hefði í skorizt.
Þetta var þá nefnilega allt um garS
gengið. Hún hafði aliS barnið fyrir
austan túngarðinn, og þegar Lauga sá
loks, hvernig í öllu lá og leitaði verks-
ummerkja á þeim slóðum, þá var þau
ekki lengur þar að finna.
Nú þagnaði Lauga, eins og hún
þættist hafa gefið fullnaðarskýrslu.
En réttvísin gerðist súr á svipinn, því
að réttvísi vill ekki láta gabba sig.
Byrst í bragði spurði hún, hvar vitnið
þættist hafa sannanir fyrir því, að
stúlkan hefði nokkurn tíma verið
barnshafandi, enn hefði það ekki bor-
ið neitt, sem benti í þá átt.
Það var blóð í fötunum hennar
næsta dag, sagði vitnið. En Lauga
vissi, að það hefði ekki mikið þýtt
fyrir hana að benda hinu fólkinu á
það. ÞaS var ekki hætt við, að nokkur
hefði tekið mark á því, sem hún sagði.
Þetta var svo sem heldur ekki mikið
blóð, maður hefur stundum séð meira
blóð, án þess að maður væri að ala
barn. Allir á heimilinu voru blindir
fyrir þessu nema hún ein. Þess vegna
sagði hún ekki neitt, fyrr en henni var
sagt þetta, sem læknirinn sagði, það
var þó maður, sem hún hélt að fólkið
tæki mark á.
Þá féll réttvísinni allur ketill í eld.
Rétt svona til að segja eitthvaS spurði
hún Laugu um möguleika stallsystur
hennar til að koma barninu þannig
fyrir þarna fyrir austan túngarðinn,
að af því skyldi ekki finnast tangur né
tetur. ÞaS var Laugu fullkomin ráð-
gáta, hvernig stelpan gat fariS að
þessu. Hér var ekkert vatnsfall í nánd,
sem gat fleytt líkinu í burtu, enginn
pyttur til að gleypa það, ekkert annað
en þurrir valllendismóar. Þá sá rétt-
vísin ekki ástæðu til að leggja fleiri
spurningar fyrir Laugu.
Þannig var það sneypan ein, sem
réttvísin hafði upp úr þessu máli. ÞaS
er spauglaust fyrir ungan sýslumann,
sem gerði sér vonir um að verða fræg-
ur um allt land fyrir rannsókn í fá-
160