Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 13
JÓN HELGASON SEXTUGUR
tveimur árum lengur forstöðuinaður
Árnasafns, vörzlumaður þeirra fjár-
sjóða sem íslendingar eiga dýrasta.
Á þessum vettvangi hefur hann verið
útvörður íslenzkrar menningar og
varið það rúm með þeim ágætum að
hann hefur fyrir löngu unnið sér sess
í fremstu röð þeirra manna sem við
íslenzk fræði fást. Og þekking hans á
íslenzkum handritum er meiri en
nokkurs manns annars fyrr og síðar,
síðan Árna Magnússon leið.
„Undirstaða gjörvallra íslenzkra
bókmenntarannsókna, allt fram á 19.
öld, eru fullnægjandi útgáfur.“ Svo
fórust Jóni Helgasyni orð fyrir mörg-
um árum, og ævistarf hans hefur sýnt
að hann lét ekki standa við orðin tóm.
Langmestur hluti fræðimennsku hans
hefur verið helgaður útgáfustarfsemi
og fílólógiskum rannsóknum í sam-
bandi við útgáfur. Flestar þær útgáf-
ur sem hann hefur unnið að eru
undirstöðuútgáfur eftir handritum,
en það þýðir í fám orðum sagt strang-
vísindalegar útgáfur, þar sem öll
handrit eru könnuð til hlítar og sýnt
fram á hver þeirra séu einhvers nýt í
leitinni að upphaflegum texta. Slíkar
útgáfur eru svo ofboðslegt þolin-
mæðis- og eljuverk að engan getur
rennt í það grun sem ekki hefur kom-
ið nálægt slíku starfi. En þær eru eitt
hið mesta nauðsynjaverk sem unnið
verður í allri textarannsókn, því að
án þeirra er öll þekking á sjálfum
textanum reist á sandi, og þess eru
nóg dæmi að lélegar útgáfur hafa átt
söku á villukenningum sem kostað
hefur gífurlega vinnu að útrýma, jafn-
vel heilar bækur.
Afköst Jóns Helgasonar í fræði-
störfum eru geysimikil — ég hygg að
útgáfur hans og frunisamin rit séu
orðin nær fimm lugum binda, auk
fjölda ritgerða í tímaritum og safn-
ritum. Hitt er þó meira um vert að
hann hefur ekki látið sér nægja að
feta í slóð fyrirrennara sinna, heldur
hefur hann sett markið hærra, hert á
kröfunum um nákvæmni og vand-
virkni með þvílíku vægðarleysi við
sjálfan sig að útgáfur hans bera langt
af flestu því sem áður hefur verið
gert á þessu sviði. Enda hefur hann
aldrei vikizt undan neinni fyrirhöfn
til að komast að þeirri niðurstöðu
sem hægt var að fá öruggasta. Með
þessum vinnubrögðum hefur Jón
Helgason ekki aðeins gert sjálfur úr
garði betri útgáfur en aðrir menn,
heldur engu síður gefið öðrum for-
dæmi, sett þeim mark að keppa að,
og síðast en ekki sízt séð um að þær
útgáfur sem aðrir hafa gert undir
handarjaðri hans stæðust þær kröfur
sem hann gerði til slíkra starfa. Og
einmitt á því sviði hefur Jón Helgason
unnið furðulega mikið og fórnfúst
starf. Um það get ég borið af eigin
raun að liann hefur leiðbeint fjölda
manna um fræðistörf og útgáfur, far-
ið yfir handrit þeirra, leiðrétt þau og
lagfært, stundum varið til þess gífur-
107