Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 34
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
atómskálda, en bókmenntafræöingar munu skipa honum rúm meðal hinna
hefðbundnu. Ekkert nútímaskáld hefur leikið sér af meiri snilli að háttbind-
ingu tungunnar en hann, hagnýtt sér braghefðina út í æsar og jafnframt þanið
hana og teygt á alla vegu, unz hún er orðin að nær ósýnilegum silkiþræði. En
hann hefur ekki einungis endurnýjað og útvíkkað sjálft formið, braglistina,
heldur frjóvgað það ferskri, óvæntri skynjun:
Þrá mín var ung og hló í tærum liyljum
hafmey í blænum, dansmey í laufskála vorsins.
Nú býr hún hjá mér, þögnin vakir þar
sem þaut í skógum.
Ég veit ekki hvort fólk verður fljótara til að skynja skáldskap hans vegna
bragtöfranna en miðlungs atómljóð — ég efast um það. Þetta skáld er merki-
leg sönnun þess hvernig dýrir hættir geta verið höfuðprýði mikils skáldskapar
— ef hvorttveggja rennur í eitt sem skapandi afl í nýrri tilveru.
10
Það mun mála sannast að nýjungar í listum þurfi ævinlega nokkurn tíma
til að samhæfast skynjun almennings og því lengri sem frávikin frá hefðinni
eru róttækari. Ljóðtunga endurreisnarinnar var orðin svo samgróin þjóðar-
vitundinni að hún var orðin nær sjálfvirk, vélræn, og þar með hemill á hina
andlegu þróun. Skáldunum gat orðið á að láta sjálfa hættina yrkja fyrir sig.
Og yfir okkur hafa að undanförnu flætt tugir kvæðabóka óaðfinnanlegar að
formi — en án listrænnar nýsköpunar.
Atómkveðskapurinn er öðrum þræði uppreisn gegn þessari hættulegu stöðn-
un, á svipaðan liátt og uppreisn Jónasar gegn rímnastaglinu á sínum tíma. En
hér kemur fleira til. Síðustu áratugina hefur hrein stökkbreyting átt sér stað í
þjóðlífinu sem ekki hefur látið sig án vitnisburðar í djúpum sálarlífsins. Þús-
und ára kyrrstaða og einangrun hefur snúizt upp í snögga tæknibyltingu og
opnun umheimsins. Hámarki sínu náðu þessi aldahvörf með tilkomu kjarn-
orkunnar og annarra vísindalegra stórviðburða. Það er þessvegna enganveg-
inn ófyrirsynju að tala um atómskáld. Atómljóðin, hvort heldur góð eða ill,
geta verið skírnarsálmur eða grafskrift atómaldarinnar eftir því sem verkast
vill.
Hér við bætist að aðstaða ljóðlistarinnar í þjóðlífinu hefur gerbreytzt. Öld-
um saman og allt fram á okkar daga var hún meginþráður í andlegri menn-
128