Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Síða 34
TIMARIT MALS OG MENNINGAR atómskálda, en bókmenntafræöingar munu skipa honum rúm meðal hinna hefðbundnu. Ekkert nútímaskáld hefur leikið sér af meiri snilli að háttbind- ingu tungunnar en hann, hagnýtt sér braghefðina út í æsar og jafnframt þanið hana og teygt á alla vegu, unz hún er orðin að nær ósýnilegum silkiþræði. En hann hefur ekki einungis endurnýjað og útvíkkað sjálft formið, braglistina, heldur frjóvgað það ferskri, óvæntri skynjun: Þrá mín var ung og hló í tærum liyljum hafmey í blænum, dansmey í laufskála vorsins. Nú býr hún hjá mér, þögnin vakir þar sem þaut í skógum. Ég veit ekki hvort fólk verður fljótara til að skynja skáldskap hans vegna bragtöfranna en miðlungs atómljóð — ég efast um það. Þetta skáld er merki- leg sönnun þess hvernig dýrir hættir geta verið höfuðprýði mikils skáldskapar — ef hvorttveggja rennur í eitt sem skapandi afl í nýrri tilveru. 10 Það mun mála sannast að nýjungar í listum þurfi ævinlega nokkurn tíma til að samhæfast skynjun almennings og því lengri sem frávikin frá hefðinni eru róttækari. Ljóðtunga endurreisnarinnar var orðin svo samgróin þjóðar- vitundinni að hún var orðin nær sjálfvirk, vélræn, og þar með hemill á hina andlegu þróun. Skáldunum gat orðið á að láta sjálfa hættina yrkja fyrir sig. Og yfir okkur hafa að undanförnu flætt tugir kvæðabóka óaðfinnanlegar að formi — en án listrænnar nýsköpunar. Atómkveðskapurinn er öðrum þræði uppreisn gegn þessari hættulegu stöðn- un, á svipaðan liátt og uppreisn Jónasar gegn rímnastaglinu á sínum tíma. En hér kemur fleira til. Síðustu áratugina hefur hrein stökkbreyting átt sér stað í þjóðlífinu sem ekki hefur látið sig án vitnisburðar í djúpum sálarlífsins. Þús- und ára kyrrstaða og einangrun hefur snúizt upp í snögga tæknibyltingu og opnun umheimsins. Hámarki sínu náðu þessi aldahvörf með tilkomu kjarn- orkunnar og annarra vísindalegra stórviðburða. Það er þessvegna enganveg- inn ófyrirsynju að tala um atómskáld. Atómljóðin, hvort heldur góð eða ill, geta verið skírnarsálmur eða grafskrift atómaldarinnar eftir því sem verkast vill. Hér við bætist að aðstaða ljóðlistarinnar í þjóðlífinu hefur gerbreytzt. Öld- um saman og allt fram á okkar daga var hún meginþráður í andlegri menn- 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.