Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
við eða heyrt þess getið, að íslenzku-
kennari skipti sér af framburði nem-
enda á máli þjóðarinnar. íslenzk
skáld hafa í fögrum ljóðum vegsamað
móðurmálið og með réttu. Við erum
af skiljanlegum ástæðum hreykin af
því að hafa getað varðveitt hina fornu
tungu Norðurlandaþjóða. En nú vill
svo undarlega til, að þessi ást okkar á
tungunni virðist einungis ná til ritaðs
máls, a. m. k. ef dæma má eftir því
virðingarleysi, sem hingað til hefur
verið sýnt töluðu máli íslenzku.
Mér er ekki kunnugt um, hvað kann
að hafa verið skrafað og skrifað um
íslenzkan framburð fyrr á öldum, en
ekki er mér grunlaust um að það sé
sáralítið. Á þessari öld má segja, að
hljótt hafi verið urn þetta mál frá því
Guðmundur heitinn Björnsson, land-
læknir, skrifaði um þetta merka grein
í Skólablaðið árið 1912, sem hann
nefndi „Réttritunarheimska og fram-
burðarforsmán“, og þangað til dr.
Björn Guðfinnsson hóf háskólafyrir-
lestur sinn um framburð og stafsetn-
ingu haustið 1946. Skylt er þó að geta
] C35, að nokkrir merkir menn studdu
málstað Guðmundar landlæknis og
skýrðu frá sjónarmiðum sínum í þess-
um efnum. Má þar nefna grein Helga
Hjörvar í XII. árg. Skólablaðsins um
framburðarkennslu og hljómbætur,
og grein Jóhannesar L. L. Jóhannes-
sonar í sama blaði um þetta efni. Þá
hafði Þorsteinn Gíslason, skáld, áður
einnig skrifað mjög vinsamlega grein
stílaða til Guðmundar landlæknis um
málið.
Að vísu má segja, að grein Guð-
mundar hafi aðallega fjallað um staf-
setningu, en þar er þó að finna þessi
athyglisverðu orð um framburð á ís-
lenzku:
„Ég fæ ekki betur séð, en að það
væri ofurhægt að semja nákvæmar
framburðarreglur og laga og fegra
framburðinn að miklum mun; þessi
reglubundni, fagri framburður ætti
að vera sparibúningur málsins; þann-
ig ætti að kenna málið í öllum skól-
um og þannig ættu allir menntaðir
menn að tala það — og þannig ættu
allir að rita það. — Réttmœli er
undirstaSa réttritunar.“
Þessi orð hins gáfaða landlæknis
eru enn í fullu gildi. Vert er að vekja
athygli á síðustu setningunni: „Rétt-
mæli er undirstaða réttritunar.“ Við
þurfum ekki að leita lengi til þess að
finna rökstuðning fyrir þessari skoð-
un; því hver hefur ekki einhvern tíma
fengið bréf þar sem auðveldlega má
lesa úr rithættinum framburðargalla
höfundar, svo sem flámæli, linmæli
o. s. frv.
Sé því skoðun Guðmundar Björns-
sonar rétt, að réttmæli sé undirstaða
réttritunar, liggur í augum uppi hve
réttur og fagur framburður er nauð-
synlegur hverjum manni.
í sambandi við vaknandi áhuga á
fögrum framburði móðurmálsins er
skylt að minnast hér sjóðstofnunar
152