Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 67
GUÐRÚN í GESTHÚSUM heyrðu glæpamáli og hefur sett heilt hyggðarlag á annan endann af ofvæni og hryllingi, að sjá málið snúast þannig í höndunum á sér, að það verður til almenns athlægis. Það var orðið augljóst, að upp úr þessu máli var ekkert að hafa annað en sneyp- una. En ung yfirvöld, sem dreymir um glæsta framabraut, verða að gæta þess vandlega, að þeim verði ekki á neinar yfirsjónir í stórbrotnum mál- um, þótt ómerkilegri séu í eðli sínu en allt annað ómerkilegt. Þetta var skjal- fest mál, og þess varð að gæta, að meðferð þess bæri ekki með sér neina vanrækslu eða gæfi til kynna blindu gagnvart einhverju atriði þess, er opnað gæti sýn til úrlausnar. Og eitt var það atriði í framburði stelpunn- ar, sem ekki mátti láta sem vind um eyrun þjóta. Það var þetta, sem haft var eftir lækninum. Nú datt réttvísinni reyndar ekki í hug að svo komnu máli að kalla héraðslækninn fyrir rétt út af kjaftavaðli þessarar stelpu. Sýslu- maður heimsótti sinn ágæta skólafé- laga, og yfir skál barst útburðarmálið á góma. Þá innti réttvísin lækninn eft- ir hans áliti. Læknir var sagnafár, viðurkenndi þó það, sem eftir honum var haft, en vottorð gæti hann ekki gefið, álit hans var ekki reist á neinni rannsókn, þetta hafði einhvern veginn komið honum fyrir sem sjálfsagt, hann var alls óviðbúinn að ábyrgjast og gefa vottorð um álit sitt. En ef hann gerði nú rannsókn? sagði yfir- valdið. Það gat læknirinn því aðeins gert, að fyrir lægi skrifleg krafa rétt- vísinnar. Þá varð það svo að vera, og næsta dag sendi sýslumaður með bréf til Gunnu í Gesthúsum, þar sem henni var stefnt til fundar við lækninn til- nefndan dag. Og þennan tilnefnda dag, sjálfan Pálsmessudag, skeiða tveir annáluð- ustu gæðingar Sveins í Gesthúsum suður gljáandi blárnar út að Eyrum með ungan mann og unga konu á baki sér. Það voru þau Páll bóndasonur í Gesthúsum og Guðrún vinnukona. Þau héldu rakleitt á fund læknisins, og Gunna spurði umbúðalaust, hvort hún væri hingað kölluð, svo að rann- saka mætti barneignir hennar. Læknir kvað já við. Gjörðu svo vel, sagði Gunna og tók þegar að fletta sig klæð- um. Læknirinn gaf bendingu um, að meðreiðarsveinninn færi framfyrir, meðan rannsókn færi fram, en konan, sem til rannsóknar var leidd, kvað svo ekki vera skyldu. Læknirinn gat vel rannsakað eins og hann lysti, þótt annar maður væri inni. Það var á all- an hátt rétt, að Páll væri við hendina, ef læknirinn þættist hafa ástæðu til að beiðast skýringa á einu eða öðru í sambandi við ástand hennar. Og næsta dag meðtók yfirvaldið skýrslu læknisins. Latínulærðir menn urðu þess vísari, að rannsóknardýrið gekk með fóstri á fjórða mánuði. Læknir staðfesti, að síðastliðið sumar hefði hann talið víst, að konan hefði tímarit máls oc menningar 161 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.