Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Side 67
GUÐRÚN í GESTHÚSUM heyrðu glæpamáli og hefur sett heilt hyggðarlag á annan endann af ofvæni og hryllingi, að sjá málið snúast þannig í höndunum á sér, að það verður til almenns athlægis. Það var orðið augljóst, að upp úr þessu máli var ekkert að hafa annað en sneyp- una. En ung yfirvöld, sem dreymir um glæsta framabraut, verða að gæta þess vandlega, að þeim verði ekki á neinar yfirsjónir í stórbrotnum mál- um, þótt ómerkilegri séu í eðli sínu en allt annað ómerkilegt. Þetta var skjal- fest mál, og þess varð að gæta, að meðferð þess bæri ekki með sér neina vanrækslu eða gæfi til kynna blindu gagnvart einhverju atriði þess, er opnað gæti sýn til úrlausnar. Og eitt var það atriði í framburði stelpunn- ar, sem ekki mátti láta sem vind um eyrun þjóta. Það var þetta, sem haft var eftir lækninum. Nú datt réttvísinni reyndar ekki í hug að svo komnu máli að kalla héraðslækninn fyrir rétt út af kjaftavaðli þessarar stelpu. Sýslu- maður heimsótti sinn ágæta skólafé- laga, og yfir skál barst útburðarmálið á góma. Þá innti réttvísin lækninn eft- ir hans áliti. Læknir var sagnafár, viðurkenndi þó það, sem eftir honum var haft, en vottorð gæti hann ekki gefið, álit hans var ekki reist á neinni rannsókn, þetta hafði einhvern veginn komið honum fyrir sem sjálfsagt, hann var alls óviðbúinn að ábyrgjast og gefa vottorð um álit sitt. En ef hann gerði nú rannsókn? sagði yfir- valdið. Það gat læknirinn því aðeins gert, að fyrir lægi skrifleg krafa rétt- vísinnar. Þá varð það svo að vera, og næsta dag sendi sýslumaður með bréf til Gunnu í Gesthúsum, þar sem henni var stefnt til fundar við lækninn til- nefndan dag. Og þennan tilnefnda dag, sjálfan Pálsmessudag, skeiða tveir annáluð- ustu gæðingar Sveins í Gesthúsum suður gljáandi blárnar út að Eyrum með ungan mann og unga konu á baki sér. Það voru þau Páll bóndasonur í Gesthúsum og Guðrún vinnukona. Þau héldu rakleitt á fund læknisins, og Gunna spurði umbúðalaust, hvort hún væri hingað kölluð, svo að rann- saka mætti barneignir hennar. Læknir kvað já við. Gjörðu svo vel, sagði Gunna og tók þegar að fletta sig klæð- um. Læknirinn gaf bendingu um, að meðreiðarsveinninn færi framfyrir, meðan rannsókn færi fram, en konan, sem til rannsóknar var leidd, kvað svo ekki vera skyldu. Læknirinn gat vel rannsakað eins og hann lysti, þótt annar maður væri inni. Það var á all- an hátt rétt, að Páll væri við hendina, ef læknirinn þættist hafa ástæðu til að beiðast skýringa á einu eða öðru í sambandi við ástand hennar. Og næsta dag meðtók yfirvaldið skýrslu læknisins. Latínulærðir menn urðu þess vísari, að rannsóknardýrið gekk með fóstri á fjórða mánuði. Læknir staðfesti, að síðastliðið sumar hefði hann talið víst, að konan hefði tímarit máls oc menningar 161 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.