Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 79
KÚBA 1959
Afsökun: það var nauðsynlegt að
hafa sterka og stöðuga stjórn meðan
Evrópustríðið stæði. Þetta var árið
1917 ...
Zayas forseti (sem tók við af Meno-
cal árið 1921) var friðsamur, kurteis,
varkár, slægur, en þrátt fyrir það gat
hann ekki umflúið deilur og árekstra.
Gömlu hermennirnir úr Sjálfstæðis-
stríðinu, sem voru mjög margir um
þetta leyti, sameinuðust stúdentum og
heiðarlegri hluta almenningsálitsins
um að hleypa af stað hneykslismáli
sem átti rætur sínar í spillingu stjórn-
arfarsins. Dauðir og fallnir? Nei!
Reyndar var gerð tilraun til uppreisn-
ar, en hún olli engum blóðsúthelling-
um. Eftirkomandi Zayass, Machado
hershöfðingi, var sá fyrsti sem inn-
leiddi á Kúbu einræði í stórum stíl,
ef svo mætti að orði komast. Machado
var sá fyrsti sem beitti pyndingum,
uppljóstrunum, ritskoðun, morðum,
heilu kerfi lögreglukúgunar, þegar
þjóðin reis upp gegn framlengingu
valds hans. Honum hafði verið falin
stjórnin til fjögurra ára. Machado
langaði til að lengja stjórnartíð sína
um sex ár með því að breyta stjórnar-
skránni. Orrustan var löng og ströng.
En fólkið sigraði. Machado varð að
hrökklast frá völdum, eins og Batista
nú, og taka sér flugfari í útlegð sem
honum varð ekki afturkvæmt úr.
•
En ekkert af þessum borgarastríð-
um, ekki einu sinni hin dramatíska
uppreisn gegn Machado, jafnast —
að sögulegri þýðingu, pólitískri dýpt
— á við stríðið gegn einræði Batista
sem Fidel Castro hefur skipulagt og
stjórnað. Allur samanburður verður
hlægilegur. Því að í dag er um að
ræða nýtt stríð, að því er tekur til her-
tækninnar, en einnig með tilliti til
byltingarinnihalds þess. Sigur Fidels
Castros vekur furðu sökum þeirrar
þrautseigju sem hefur gert þessum
unga foringja kleift að ná markinu.
Flugher Batista gereyddi að heita má
liði hans um leið og það steig á land
á austurströnd Kúbu. En Castro safn-
aði saman mönnum á nýjan leik, og
stofnaði vígreifan her, þrautseigan og
liðugan, sem skyldi erta hinn reglu-
lega her eins og flugnasveimur.
Öþreytandi og ósjáanlegur flugna-
sveimur sem saug dag eftir dag með
bitkrókum sínum blóð þess sem virt-
ist ósigranlegur og grimmur risi.
Hverjir eru þeir sem mynduðu megin-
stoðir hers hans? í fyrstu ungir
bændur í Sierra Maestra, týndir og
gleymdir í fjöllunum. Því næst ungir
borgabúar, ungir stúdentar og ungir
verkainenn, svertingjar og hvítir
menn sem harðstjórnin þrúgaði. Þeir
sem ekki vörpuðu sér út í bardagann,
mynduðu framtakssaman bakvörð.
Hetjuskap þeirra má bera saman við
hetjuskap andspyrnunnar gegn villi-
mennsku nazismans í fjölmörgum
evrópskum borgum.
Fyrsti lærdómurinn sem draga má
173