Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR Eg ælla mér ekki þu dul að rekja sliirf Ilallhjarnar sem prentmeistara; einnig því efni munu verða ger skil af mér fróðari mönnum. En þar hef cg fyrir mér dóm þeirra manna sem um eru bærir, að hann hafi í verkkunnáttu, listfeingi og lærdómi verið sá maður sem bar höfuð og herðar yfir flesta sína starfsbræður um lángt skeið, og muni jafnan verða talinn í hópi höfuðprentara á Islandi. Starfsbræður hans litu upp til hans meir en flestra manna; bar þar ekki til kunnátta hans ein, heldur einnig göfugmenska hans og algert vammleysi í líferni sem honum var léð umfram flesta menn. Vinur okkar Erlendur sagði um Hallbjörn að hann væri einn þeirra fágætu manna sem væru aldrei í góðu skapi, heldur ævinlega í besta skapi. Fáa menn hef ég þekt sem náð hafi eins gagngerðum sjálfsaga og hann. Hvorki annir, þreyta, sjúkdómur, fátækt né and- streymi lífsins, ekki einusinni þúngar sorgir, náðu að bregða skugga á þá úthlið persón- unnar sem hann leit vissulega svo á að ekki væri í fyrsta lagi eign hans sjálfs, heldur mann- félagsins: þessa hlið sem veit að öðrum mönnum taldi hann skyldu sína að marka þeim einum teiknum er mættu verða þeim er samneyttu honum einvörðúngu til örvunar og gleði, hvernig svo sem honum sjálfum kunni að vera innanbrjósts þá og þá. Á þeim degi er ég sá hann standa yfir moldum einkasonar þeirra hjóna, sem var sjáaldur augna þeirra, rann upp fyrir mér hve sérstakur hann var. Hann lék á alsoddi einnig þennan dag og hafði gamanyrði á reiðum höndum við hvern mann að vanda. En um leið og hann var orðinn einsamall sló átakinu inn, sem hann hafði beitt til að stilla sig, og kom fram í svo óþolandi höfuðkvölum að hann mátti ekki af sér bera. Það var dýrmætur lærdómur að kynnast manni sem svo var agaður að öll ærusta, ófriður og djöfulgángur sem hægt var að efla kríngum hann, þá virtist það alt hafa þesskonar áhrif á hann einsog einhver létt og tiltölu- lega saklaus en dálítið bjálfaleg skemtun. Hann var sósíalisti af gerð þeirra frumkvöðla sem tóku í flestum greinum afstöðu helgra manna gagnvart stefnunni. Hann taldi sig í fyrsta lagi iðnaðarmann, og samkvæmt eðlis- göfgi allra sannra sona þeirrar stéttar aðhyhist liann lögmálið um verkið verksins vegna; þessir „jógínar verksins" sjá fullkomnun dauðlegs manns í því einu að vinna verk sín eins vel og þeim sé með nokkru lifandi móti auðið, og án alls tillits til umbunar. En Hallbirni var einnig sem þjóðfélagseinstaklíngi innborið sjónarmið verkamannsins, sem telur sig eiga heimtíngu á því að lifa einsog mönnum sæmir þó hann sé verkamaður: mega lifa fyrir verk sitt og geta með sjálfsögðum hætti lifað af því. Siðspeki þessa fullkomnunar- dýrkara var sú að hann vildi í aungu þiggja fríðindi sem flutu af öðru en verki lians. Hann var einn þeirra manna sem hefðu látið miljónina kjura þó hún hefði verið lögð gefins við fætur honum. Eg held að Hallbjörn hafi aldrei á ævi sinni ábatast um eyri af neinu sem heyrði undir verslun. Ilver eyrir umfram það sem verkamaður vinnur sér með starfi sínu var honum ófrjálst fé. Hann skildi ekki hagsmunasjónarmið sjálfur og ef hann vildi segja eitthvað öðrum manni til sérstaks lofs, þá sagði hann að sá maður væri hagsmunalaus. Honum bauð við öllu sem líktist auð. Ég hef það fyrir satt, og þó ekki úr frumheimild, að einusinni hafi kona hans sagt við hann: „Ilallbjörn, ættum við ekki að kaupa okkur lítið hús eða íbúð. Kanski yrði okkur það örðugra seinna. Ekki þarf að gera ráð fyrir að íbúðir lækki í verði, öðru nær.“ Hallbjörn kvað bafa átt að svara: „Einmitt þessvegna — ekki. Ég gæti aldrei hugsað mér að eignast hlut sem hætt væri við að ég mundi hagn- ast á.“ Undirniðri hefur það eftilvill verið eitt af saknaðarefnum HpUbjarnar Halldórssonar að 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.