Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 81
KÚBA 1959
þeim hræðileg auðmýking. Öll Kúbu-
pólitík þeirra er hrunin. Héðan af
Veit og sér fjöldi manna það sem fáir
einir hafa vitað og séð hingað til.
Fólkið veit nú að þeir hjálpuðu Ba-
tista, eins og þeir hjálpa Trujillo, eins
og þeir hafa hjálpað Rojas Pinilla og
Perez Jiménez. Það er áreiðanlegt að
þeir munu ekki sitja aðgerðalausir.
og við ekki heldur. Til allrar ham-
ingju hefur heimurinn nú augun opin
og getur dæmt . ..
Sá þriðji hafði þagað, svo ég
spurði hann, nærri því í stríðnistón:
— En þú, þú vilt eiga heima í La
Havana? Þig langar til að ílendast í
höfuðstaðnum?
Pilturinn hikaði andartak líkt og
hann vildi ekki særa mig (mig sem
ekki er lieldur fæddur í La Havana),
og að lokum sagði hann:
— Mér liggur við að svara neit-
andi .. . Þegar þessu verður lokið,
vildi ég snúa aftur til Contramaestre,
við rætur Turquino-fjalls. La Havana,
þar er glötunin vís.
Hann sökkti sér aftur í þögnina.
Hann þrýsti derhúfunni betur á höfuð
sér, húfunni sem hann hafði ekki tek-
ið ofan frá því hann kom (svo sem er
vani foringja hans Fidels Castros), og
hann lauk máli sínu með hógværð og
festu:
— Nei, La Havana, nei . ..
Eigi að síður verður hermönnum
Castros tíðgengið um götur höfuð-
borgarinnar. Þeir hafa sítt hár, svo
sítt að það fellur næstum á herðar
niður, og andlit þeirra eru innrömm-
uð þéttu svörtu skeggi nývöxnu. Það
mætti ímynda sér að þeir stigju þann-
ig út úr 17. öld. En þeir nota vélbyss-
ur í stað langra sverða. Þeir eru
kurteisir, og þegar þeir ávarpa fólk,
segja jjeir alltaf: „Viljið þér gera svo
vel ...“ Á lögreglustöðvunum, sem
voru skuggalegar pyndingastöðvar á
tímum Machados og Batista, er tekið
á móti mönnum með hæversklegu
brosi. Enginn er hrakyrtur, né sví-
virtur, né barinn, og engum er ógnað.
Nú mætti segja að þetta sé ekki
nema stundarfyrirbrigði, háð kring-
umstæðunum. En í raun og veru er
það traustur hluti slórrar heildar, jjar
sem augað mætir samleik hinna skær-
ustu lita. Kúbumenn standa í dyrum
djúptækrar byltingar, og virðast
ganga á undan öðrum rómönskum
Ameríkuþjóðum. Her Batista, með
öðrum orðum hinn reglulegi her,
reistur og æfður af Bandaríkjunum,
hefur verið gersigraður í vægðarlausu
stríði, og að lokum sópað hurt úr her-
búðunum, sem nýir og ungir kraftar
hafa nú tekið við. Þeir af gömlu liðs-
foringjunum, sem ekki hafa tekið upp
borgaralegt líferni í húsum sínum,
hafa verið teknir til fanga eða skotn-
ir. Bandaríska hersendinefndin, sem
allt til jiessa var fengið aðsetur á
Kúbu eins og í niðurlægingarskyni
við sjálfstæði vort, hefur verið af-
þökkuð opinberlega og er horfin til
175