Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR af þessari stórkostlegu baráttu (sem öll Kúba tók að lokum þátt í ásamt æskufólkinu) er sá að þjóð vor á sér, þrátt fyrir tvöfalt ok harðstjórnar og bandarísks imperíalisma, óþrjótandi birgðir orku. Löngum hef ég heyrt svofelld orð af vörum grunnhygginna ferðamanna sem komið höfðu við í La Havana: „Kúha er spillt til dýpstu róta; það er fráleitt að Jijóðin rísi gegn harðstjórninni, vegna þess að hún þjáist af seigdrepandi meini: spilafíkn, skækjuhaldi, þægilegu lífi, skapleysi og ábyrgðarleysi.“ Var þetta satt? Ef stórborg eins og La Havana virtist í fljótu bragði vera ofurseld linku og hrörnun, sem eru lestir þjóðfélags sem er að liðast í sundur, þá var það í raun og veru sjúkleiki sem ekki var rótgróinn. Hinn innsti kjarni var óspilltur. Ég hef oft séð augliti til auglitis hér í La Havana og annars staðar í landinu hermenn Fidels Castros. Fyr- ir fáeinum stundum komu þrír bar- dagamenn úr Sierra Maestra í heim- sókn til mín. Þeir færðu mér nokkr- ar af bókurn mínum til þess að láta mig skrifa framan á þær. Ég talaði við þá. í orðum þeirra varð ég ekki var við neinn vott af persónulegri metorðagirnd. Ekki nokkur skuggi af íordild sigursæls stríðsmanns á and- litum þeirra. Enginn hóf ræðu sína á orðinu „Ég ...“. Tveir þeirra voru frá Oriente-héraðinu, hrjóstruguin landshluta; þeir voru óbreyttir her- menn. Sá þriðji var fæddur í La Ha- vana, hann var meðlimur í ungmenna- hreyfingunni, og bar einkennismerki undirforingja. Piltarnir tveir frá Or- iente töluðu hægt og rólega, þeir voru brúnir á húð, líkastir Indíánum. Pilturinn frá La Havana hafði hvíta og gljáalausa húð. Allir töluðu án stóryrða, lágri röddu, hæversklega og brosandi. — Og hvað nú ? spurði ég. — Við erum ennþá í hernum, svar- aði einn þeirra. Við höfum leyfi í dag til klukkan sex. Herbúðirnar eru stað- settar í Managua. Okkur langaði til að skjótast hingað til að sjá yður .. . — Þakka ykkur fvrir. En hvað ætlið þið að gera núna! Ég meina ekki í kvöld, heldur á ókomnum dög- um, í framtíðinni. — Við? — spurði annar Indíán- anna. Með leyfi liðsforingjans mundi ég nú segja að hér er mikið eftir ógert. Fidel hefur ekki lokið verki sínu þó hann sé kominn ofan úr fjöll- unum. í raun og veru er þetta upp- hafið ... Hinir létu í ljós samþykki sitt með því að kinka hæglátlega kolli. Piltur- inn úr La Havana, sem eftir unglings- legu andlitinu að dæma virtist varla vera nema tuttugu ára, bætti við fyrir sitt leyti: — Orrustan sem bíður okkar verð- ur háð án skotvopna .. . að minnsta kosti í bili. Allt veltur á Bandaríkja- mönnum. Það sem hefur gerzt hér er 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.