Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 80
TIMARIT MALS OG MENNINGAR af þessari stórkostlegu baráttu (sem öll Kúba tók að lokum þátt í ásamt æskufólkinu) er sá að þjóð vor á sér, þrátt fyrir tvöfalt ok harðstjórnar og bandarísks imperíalisma, óþrjótandi birgðir orku. Löngum hef ég heyrt svofelld orð af vörum grunnhygginna ferðamanna sem komið höfðu við í La Havana: „Kúha er spillt til dýpstu róta; það er fráleitt að Jijóðin rísi gegn harðstjórninni, vegna þess að hún þjáist af seigdrepandi meini: spilafíkn, skækjuhaldi, þægilegu lífi, skapleysi og ábyrgðarleysi.“ Var þetta satt? Ef stórborg eins og La Havana virtist í fljótu bragði vera ofurseld linku og hrörnun, sem eru lestir þjóðfélags sem er að liðast í sundur, þá var það í raun og veru sjúkleiki sem ekki var rótgróinn. Hinn innsti kjarni var óspilltur. Ég hef oft séð augliti til auglitis hér í La Havana og annars staðar í landinu hermenn Fidels Castros. Fyr- ir fáeinum stundum komu þrír bar- dagamenn úr Sierra Maestra í heim- sókn til mín. Þeir færðu mér nokkr- ar af bókurn mínum til þess að láta mig skrifa framan á þær. Ég talaði við þá. í orðum þeirra varð ég ekki var við neinn vott af persónulegri metorðagirnd. Ekki nokkur skuggi af íordild sigursæls stríðsmanns á and- litum þeirra. Enginn hóf ræðu sína á orðinu „Ég ...“. Tveir þeirra voru frá Oriente-héraðinu, hrjóstruguin landshluta; þeir voru óbreyttir her- menn. Sá þriðji var fæddur í La Ha- vana, hann var meðlimur í ungmenna- hreyfingunni, og bar einkennismerki undirforingja. Piltarnir tveir frá Or- iente töluðu hægt og rólega, þeir voru brúnir á húð, líkastir Indíánum. Pilturinn frá La Havana hafði hvíta og gljáalausa húð. Allir töluðu án stóryrða, lágri röddu, hæversklega og brosandi. — Og hvað nú ? spurði ég. — Við erum ennþá í hernum, svar- aði einn þeirra. Við höfum leyfi í dag til klukkan sex. Herbúðirnar eru stað- settar í Managua. Okkur langaði til að skjótast hingað til að sjá yður .. . — Þakka ykkur fvrir. En hvað ætlið þið að gera núna! Ég meina ekki í kvöld, heldur á ókomnum dög- um, í framtíðinni. — Við? — spurði annar Indíán- anna. Með leyfi liðsforingjans mundi ég nú segja að hér er mikið eftir ógert. Fidel hefur ekki lokið verki sínu þó hann sé kominn ofan úr fjöll- unum. í raun og veru er þetta upp- hafið ... Hinir létu í ljós samþykki sitt með því að kinka hæglátlega kolli. Piltur- inn úr La Havana, sem eftir unglings- legu andlitinu að dæma virtist varla vera nema tuttugu ára, bætti við fyrir sitt leyti: — Orrustan sem bíður okkar verð- ur háð án skotvopna .. . að minnsta kosti í bili. Allt veltur á Bandaríkja- mönnum. Það sem hefur gerzt hér er 174

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.