Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sögu Saxós, og er auðsæilega eittlivert samband á milli ritunar þessara verka. Hugsanlegt er, að eftirspurn Saxós eftir íslenzkum sögum um forn- dani hafi orðið einhverjum hvatning að semja Skjöldunga sögu, og síðan hafi Saxó notið góðs af því. Löngu síðar sömdu íslendingar Knýtlinga sögu, sem er framhald Skjöldunga sögu og fjallar um danska konunga fram undir lok 12. aldar. Þótt margar sögur í riti Saxós stafi frá skráðum sögum íslenzkum, leikur enginn vafi á því, að aðrar sögur hef- ur hann samið eftir dönskum munn- mælum og sumar ef til vill eftir ís- lenzkum kvæðum. Hér skal þetta ekki verða rakið nema í fám dráttum. Fyrst getum vér litið á nokkrar sögur í riti Saxós, sem nú eru glataðar hér- lendis. Má þar til að mynda nefna Iiaddings sögu, FróSa sögu, Haðar sögu, Eiríks sögu málspaka, Friðleifs sögu, Ála sögu frækna, Þorkels sögu aðalfara, Hagbarðs sögu, Amlóða sögu. Um Haddings sögu er það að athuga, að hún virðist hafa verið þekkt á Vesturlandi um 1120. Væri freistandi að láta sér koma til hugar, að Ingimundur prestur á Reykhólum hafi einhvern tíma skemmt með þeirri sögu. Haðar sögu hefur Snorri ritað, en á annan hátt en Saxó. Samanburður íslenzkra fornaldar- sagna við frásagnir Saxós er býsna erfiður viðfangs. í fyrsta lagi virðist Saxó hafa farið frjálslega með efnið, enda var það sitt hvað að skrá forn- aldarsögur til skemmtunar í heima- húsum eins og íslendingar gerðu eða fella slíkar sögur inn í mikið rit á latínu um forsögu Danmerkur. Hið gerólíka hlutverk sagnanna í riti Saxós myndi eitt nægja til að skýra þær miklu breytingar, sem þær sættu þar. Og í öðru lagi virðast margar fornaldarsögur vorar í núverandi mynd sinni vera mun yngri. Slíkt er í rauninni eðlilegt. Fornaldarsögur voru mikið notaðar, handrit hafa gengið úr sér, sögum hefur verið breytt á ýmsa lund, svo að þær væru í sem fyllstu samræmi við skennnt- anaþörf og sagnasmekk. Augljóst er af riti Saxós, að hann hefur notað skráða sögu íslenzka af Ragnari loð- brók, og á sama hátt hefur hann þekkl íslenzkar sögur, sem eru skyldar Hrólfs sögu kraka, Áns sögu bog- sveigis, Gautreks sögu, Orvar-Odds sögu. Saxó hefur kynnzt íslenzkum sögum, sem virðast hafa verið á svip- uðu stigi og Hrómundar saga Grips- sonar, í þeim hafa verið kvæði og vísur, sem sagnahöfundar á 12. öld höfðu ort í orðastað sögupersóna. Þannig munu að minnsta kosti sum kvæðin, sem Saxó eignar Starkaði gamla, vera þýðingar Saxós á íslenzk- um kvæðum frá 12. öld. Eins og hinir fróðu samtímamenn höfundar Þorgils sögu og Hafliða hefur Saxó látið glepjast af þessari óskammfeilni íslenzkra sagnamanna á 12. öld. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.