Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eða Kalvíns sem hrundu af stað vold-
ugum hreyfingum og voru drottnarar
yfir ótal sálum og einskonar hers-
höfðingjar trúaðra, hatrammir og
óyfirbuganlegir í efunarleysi um rétt-
mæti síns málstaðar, - heldur um hinn
tvístígandi sálufélaga sinn Erasmus
sem gat ekki tekið afdráttarlausa af-
stöðu, gat ekki einblínt á eitt mið
heldur sá of vítt, var of næmur til að
geta gleypt eitt viðhorf eða látið það
gleypa sig og glataði áhrifavaldi sínu
þegar heimurinn skiptist í fylkingar:
annaðhvort ertu með mér eða á móti.
Zweig hefur áreiðaidega tekið Cicero
framyfir Cæsar, þennan hárfína og
fágaða siðmenningarmann sem aldrei
átti afl sem svaraði viti hans og gáf-
um og gat því ekki tekið eindregna
afstöðu fyrr en of seint og þurfti að
þola þá niðurlægingu að vera fyrir-
gefið af höfuðfjanda sínum sigurveg-
aranum Cæsari. Sjálfur talar Zweig
í Veröld sem var um þann hátt sinn:
„að taka aldrei afstöðu með hinum
svonefndu „hetjum“, heldur þeim sem
beðið hafa lægri hlut. í sögum mín-
um eru það ætíð örlög þess sigraða
sem ég laðast að,“ segir Zweig.
I sjálfsævisögunni kynnumst við
ákaflega látlausum og geðþekkum
manni, félagsskapur hans er svo nota-
legur og eftirsóknarverður, við sitj-
um í stofu hans og teygum að okkur
og í þessari stofu ferðumst við úr
borgaralegri og menningarauðugri
veröld sem var í Vínarborg fyrir
heimsstyrjöldina fyrri og lifum með
honum heimsstyrjöld númir eitt og í
lokin sjáum við mynd þessarar ver-
aldar verpast fyrst og brenna svo til
ösku á arni heimilisins þegar um-
heimurinn hefur turnast svo um að
það var öngu líkara en verðmæti og
forsendur sem þessi göfugi maður
hafði byggt allt líf sitt á væri að fullu
kafnað í svaði þar sein brjálaðar
þjóðir byltust í nýrri heimsstyrjöld.
Við sjáum fyrir okkur hið tigna and-
lit þrungið harmi að horfa á mynd-
ina hverfa í eldinn. Svo kveður hann
lífið með skýrri hugsun og djúpum
harmi og stillingu. Hann framdi
sjálfsmorð ásamt konu sinni 1942. í
kveðjubréfi sínu segir Zweig: „. .. Ég
tel því betra, að Ijúka í tæka tíð og
óbugaður því lífi, sem þekkti enga
óblandnari gleði en andlegar iðkanir
og engin gæði á jörðu æðri persónu-
legu frelsi ...“
III
I sjálfsævisögunni talar Zweig
aldrei um sinn persónulega hag nema
í sambandi við sögu tímabilsins og
sögu hins evrópska anda og þróunar-
sögu kynslóðar sinnar. Hann er svo
hlédrægur að það virðist kosta hann
átak að nota fyrstupersónufornafn
eintölu; þetta er mjög óvenjuleg
sjálfsævisaga því hún fjallar alls ekki
um sérpersónuleg æviatriði höfund-
arins: hann er Evrópumaðurinn haf-
inn yfir landamæri sem talar í nafni
180