Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Qupperneq 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR eða Kalvíns sem hrundu af stað vold- ugum hreyfingum og voru drottnarar yfir ótal sálum og einskonar hers- höfðingjar trúaðra, hatrammir og óyfirbuganlegir í efunarleysi um rétt- mæti síns málstaðar, - heldur um hinn tvístígandi sálufélaga sinn Erasmus sem gat ekki tekið afdráttarlausa af- stöðu, gat ekki einblínt á eitt mið heldur sá of vítt, var of næmur til að geta gleypt eitt viðhorf eða látið það gleypa sig og glataði áhrifavaldi sínu þegar heimurinn skiptist í fylkingar: annaðhvort ertu með mér eða á móti. Zweig hefur áreiðaidega tekið Cicero framyfir Cæsar, þennan hárfína og fágaða siðmenningarmann sem aldrei átti afl sem svaraði viti hans og gáf- um og gat því ekki tekið eindregna afstöðu fyrr en of seint og þurfti að þola þá niðurlægingu að vera fyrir- gefið af höfuðfjanda sínum sigurveg- aranum Cæsari. Sjálfur talar Zweig í Veröld sem var um þann hátt sinn: „að taka aldrei afstöðu með hinum svonefndu „hetjum“, heldur þeim sem beðið hafa lægri hlut. í sögum mín- um eru það ætíð örlög þess sigraða sem ég laðast að,“ segir Zweig. I sjálfsævisögunni kynnumst við ákaflega látlausum og geðþekkum manni, félagsskapur hans er svo nota- legur og eftirsóknarverður, við sitj- um í stofu hans og teygum að okkur og í þessari stofu ferðumst við úr borgaralegri og menningarauðugri veröld sem var í Vínarborg fyrir heimsstyrjöldina fyrri og lifum með honum heimsstyrjöld númir eitt og í lokin sjáum við mynd þessarar ver- aldar verpast fyrst og brenna svo til ösku á arni heimilisins þegar um- heimurinn hefur turnast svo um að það var öngu líkara en verðmæti og forsendur sem þessi göfugi maður hafði byggt allt líf sitt á væri að fullu kafnað í svaði þar sein brjálaðar þjóðir byltust í nýrri heimsstyrjöld. Við sjáum fyrir okkur hið tigna and- lit þrungið harmi að horfa á mynd- ina hverfa í eldinn. Svo kveður hann lífið með skýrri hugsun og djúpum harmi og stillingu. Hann framdi sjálfsmorð ásamt konu sinni 1942. í kveðjubréfi sínu segir Zweig: „. .. Ég tel því betra, að Ijúka í tæka tíð og óbugaður því lífi, sem þekkti enga óblandnari gleði en andlegar iðkanir og engin gæði á jörðu æðri persónu- legu frelsi ...“ III I sjálfsævisögunni talar Zweig aldrei um sinn persónulega hag nema í sambandi við sögu tímabilsins og sögu hins evrópska anda og þróunar- sögu kynslóðar sinnar. Hann er svo hlédrægur að það virðist kosta hann átak að nota fyrstupersónufornafn eintölu; þetta er mjög óvenjuleg sjálfsævisaga því hún fjallar alls ekki um sérpersónuleg æviatriði höfund- arins: hann er Evrópumaðurinn haf- inn yfir landamæri sem talar í nafni 180
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.