Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Blaðsíða 63
GUÐRÚN í GESTHÚSUM En rauð voru þau og þrútin, eins og þau hefðu staðið í hörkubandi allan tímann. Aftur tók réttvísin fram í og lét þess getið, að það væri ekki hennar mál, þó að maður og kona væru lengi að leysa úr böggum. En réttvísin þurfti ekki að fræða Laugu á því, að út frá mannanna lögum er svo sem ekkert refsivert við það, þó að þau hnoðuðu saman krakka. En Gunna bar barnið sitt út. Það var það, sem Lauga var alltaf að segja. Eða hvar var þetta barn, sem kom undir í hlöðunni? Lauga hefði ekkert á móti því, ef rétt- vísin vildi sýna henni það barn. Enn einu sinni áminnti réttvísin hana. En Lauga lét hana ekki komast upp með moðreyk. Hún vissi það ósköp vel, að það eru engin takmörk fyrir því, hvernig maður og kona geta hagað sér úti í hlöðu, án þess að úr verði barn. En Gunna varð barnshaf- andi og hún fyrirfór því barni. Það var þetta, sem Lauga var alltaf að segja. Þá byrsti réttvísin sig og lét hnef- ann falla niður á borðið þéttings- þungt: Á hverju byggði vitnið þessa fullyrðingu? Þar við afdráttarlaust svar og ekkert annað. En þar stóð hnífurinn í kúnni. Hún vitnaði að vísu hiklaust til þess, að hún hefði vissu fyrir því, það sagði henni það maður, sem ekki lagði það í vana sinn að fara með ósatt mál, og hann hafði sjálfur hlustað á það, þeg- ar læknirinn sagði það, eftir að hann var sóttur til hennar Gunnu, þegar eitthvað bölvað vatn fór að gusast undir hnéskelina á henni, hún gekk einhvern veginn úr lagi þessi hnéskel, þegar hún var ekkert annað að gera en að ganga heim af engjunum, fyrsta daginn sem slegið var í Stóru-Blá, því að aldrei getur hún gengið eins og annað kvenfólk, ég tala nú ekki um, ef yngri Páll er á næstu grösum, held- ur vingsar hún sér eins og hún sé úr öllum liðamótum, — já, þá var lækn- irinn sóttur, hvað sem stelpan sagði, því að auðvitað kærði hún sig ekkert um það, að læknir kæmi of nálægt henni, því að það veit hún, að læknar geta séð ýmislegt, sem aðrir sjá ekki, — já, þá spurði læknirinn svona í mesta grandaleysi, því að ekki gat hann grunað neitt, bráðókunnugan manninn í héraðinu, — hann spurði rétt svona á einum bænum í sveitinni, hvort hún Gunna hefði misst barnið sitt, því að hann hafði ekki orðið var við neitt ungbarn á heimilinu. Og Laugu sagði maðurinn, sem læknir- inn spurði svona, og hún gat vel sagt, hver maðurinn var, svo að þeir gætu talað við hann, ef þeir vildu ekki taka hana trúanlega. Þetta var auðvitað mjög merkilegt í eyrum réttvísinnar. En réttvísin á engar viðræður við óviðkomandi um það, hvað einhver kann að hafa sagt, sá hinn sami skal sjálfur þar um spurður, ef ástæða þykir til. Frammi 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.