Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1959, Page 7
HALLDOR KILJAN LAXNESS Eimi af jógínum verksins (Hallbjörn Halldórsson in memoriam) TVitstjori Tímaritsins sendir mér nú orð í aðra heimsálfu og minnir mig á að snemma í sumar hafi ég beðið hann að ætla mér einsog síðu í Tímaritinu til að minnast góð- vinar míns sem |)á var nýlátinn, Hallbjarnar Halldórssonar prentara. I það mund sem Hallbjörn lést var verkfall í prentiðn, svo ekki varð mælt eftir hann í blöðum á útfarardegi sem siður er til. Nú þegar ég er mintur á þessa fyrirætlun mína viU svo til að ég er fjarri gögnum og heimildum; þarf því einginn því að kvíða að sú blaðsíða sem hér verður samanskrifuð muni sligast af ofþúnga hlutræns fróðleiks um manninn. En það sakar kanski ekki í þessu falli. Og fróðir menn munu annarsstaðar halda til haga ytri atburðum í tímaröð úr ævi hans. Þó vona ég að mér skjöplist ekki því meira um upphaf hans þegar ég segi (eftir minni) að hann hafi verið fæddur að Vilborgarkoti í Mosfellssveit 3. júlí 1888. „Við strákamir úr Mosfellssveitinni", var hann vanur að segja við mig þegar við hittumst; og hann kvaddi mig aldrei svo, að hann bæði ekki að heilsa „Mosfellssveitinni sem er ein af fegurstu sveitum landsins". Hallbjörn Halldórsson var borinn til lífskjara af því tagi sem laungum hafa verið heimanfylgja hinna bestu manna á Islandi. Við í Laxnesi vorum næstir nágrannar Halldórs föður hans sem í hernsku minni var bóndi í Bríngum. Eg efast um að Halldór í Bríngum hafi, að frá tekinni glaðværð sinni og kjarkgóðum hlátri sem mér er hlátra minnisstæð- astur úr bernsku, átt góss svo nokkru næmi, utan það brot úr hestafli sem býr í hendinni á einyrkja. Hann reisti ásamt konu sinni eyðibýlið Vilborgarkot úr rústum á öndverðum húskaparárum þeirra hjóna, en þau flosnuðu þaðan bráðlega upp og kotið fór aftur í eyði. Þá leituðu hjónin austuryfir fjall, en Halldór var kynjaður úr Olfusi, og lifðu þar við þraungan kost í ýmsum stöðum með barnahópi sínum um allmörg ár, uns þau bárust suður aftur og tóku Bríngurnar, harðbýlt kotgrey vestaní brúnum Mosfellsheiðar. Hallbjörn sagðist hafa verið fimtán ára þegar hann fór suðrí Reykjavík að nema prent- list, það hefur þá verið árið 1903, og fer ég meiren lítið villur ef það var ekki einmitt þetta sama ár sem faðir hans fór að Bríngum, svo Hallbjörn var víst ekki nema eitt sumar í Mosfellssveit, ef frá er talið hurðarár hans í Vilborgarkoti. En hann átti þar föður og móður. Og þessi sveit var honum að sjálfs hans sögn oft mikil augnahvíld ef hann sá í miðjum önnum dagsins, útum glugga neðan úr borginni, hvar glóði á fjöll hennar. Þó hann ætti Mosfellssveitina einkum að draumalandi, en ég væri reykvíkíngur sem fór þama uppeftir til að skemta mér þegar ég var þrevetur, þá töluðum við ævinlega um þessa sveit einsog þar ættum við einkaveröld okkar, og finst mér ég hafi sjaldan eignast jafnágætan sveitúnga. 101

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.