Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 89
GRETTISFÆRSLA moga kerlingu sjúka / ... / ok við skeið al skotta / ok skafa potta / ... / Bæta búk- hlaup guma / ok á bækur skruma / ... / Hér tekur við löng og þulbaldaleg frá- sögn af Gretti sem óseðjandi serðnagg og cr sá kafli ekki eftir hafandi í tímariti sem ástundar siðprýði. En svo vill til að bezt hefur tekizt að lesa þennan hluta kvæðis- ins. 011 er lýsingin furðu fábreytileg og laus við að vera fyndin á nokkurn hátt, enda lítið annað en upptalning á þeim sem Grettir á kynferðisleg mök við, en það eru í stuttu máli ekki aðeins karlmenn sem konur heldur og „þat er kvikt er flest“. Næst þessu tekur við heldur styttri kafli sem er torskildari enda mun slitróttari: ... Því færi ek þér Gretti I ... I__/ frjá hon- um at þér, / at hann er þér skyldr /........ far þú nöktur í norður / meður níðings orðum /..........haf þú þat en ek þagna .......(sem) lamb á / eður ... kýr kálf / .......grís gyltu / eður graði hestr, / Freyr at forneskju / eður fjandann_______/ ... skarfr í skeri / eður fyl meri, / þat sé þér ok veri...... Síðari blaðsíðan hefst á nokkrum ljóð- línum sent svipar greinilega til vöggukvæð- isins alkunna sem oftast er kallað Ljúflings- mál eða -ljóð (það má m. a. sjá í safni Ein- ars Ól. Sveinssonar, Fagrar heyrði eg radd- irnar, bls. 124 o. áfr.): ... sem sjór at sandi / ... e$ur lax at straumi, / sem frost á breðum / eður fjúk yfir heiðurn, / sem örn á björgum / eður álft at dúni, / sem kýr á bási ... En þessi þýði tónn verður skyndi- lega klúr og síðan virðast taka við formæl- ingar og hótanir. Það er fremur stuttur þáttur, en allur torskilinn því að tiltölulega fátt verður lesið með vissu. Þá taka við nokkrar ljóðlínur úr Griða- ntálum: ... sent víðast menn / varga reka / eður heiðnir / hof blóta / eður eldar upp brenna / eður kristnir / kirkjur sækja / eður valur flýgur / vorlangan dag, / ok standi honum beinn byr / undir báða vængi / ... Svo lítið verður lesið af því sem eftir er kvæðisins (20 línur í handritinu) að allt samhengi slitnar og verður lítið ráðið í efni, nema hvað aftur virðist tekið til við formælingar í fyrstu línunum, —- en loka- orðin eru skýr og eklci í góðu samræmi við kvæðið að öðru leyti: geymi svá guií vor allra. A 19. og 20. öld hafa verið skrifaðar upp ntismunandi rnyndir gainallar þulu sem er ótvírætt afsprengi Grettisfærslu en að vísu eru saklaus orð komin þar í stað klámyrða kvæðisins. Margir munu kannast við þul- una, — ein gerðin er þessi: Karl tók til orða, / mál er að borða, / þar kom inn diskur, / var á blautur fiskur, / kerhöld og rætur (eða: silungur ætur), / fjórir sauðar- fætur, / upp tók hann einn, /ekki var hann seinn, / gjörði sér úr mann. / Grettir lieitir hann. / Margt kann Grettir vel að vinna, / hann fer út í eyjar / og svæfir þar meyjar, / kýr og kálfa / og keisarann sjálfan. Grettisfærslu er getið í öllum varðveitt- um handritum Grettis sögu þar sem segir frá því er bændur gátu tekið hann höndum í Vatnsfjarðardal (hér er að vísu eyða í AM 556 a, 4to, því handriti sem varðveitti sjálft kvæðið). Þar segir svo að hver bóndi á fætur öðrum var beðinn að taka við fang- anum til geymslu unz Vermundur héraðs- höfðingi kæmi af þingi, en allir vísuðu þeim vanda af höndum sér. Því næst segir í sögunni: Ok eptir þessu viðtali þcira hafa kátir menn sett fræði þat er Grettisfærsla hét, ok aukit þar í kátligum orðum til gam- ans mönnum. 1 Fóstbræðra sögu er með fáum orðum sagt frá þessari handtöku Grettis, en þar ætla bændur að hengja hann tafarlaust, og kvæðið er ekki nefnt. Ólafur Halldórsson bendir á að efni 423
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.