Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 12
Tímarit Máls og menningar Hvernig finnst þér ísland þola samanburðinn við önnur lönd sem þú kynnt- ist? Er Island ríkt land eða fátœkt? Samanborið við þróunarlöndin, sem ég kynntist þó ekki af raun heldur að- eins lítillega af lestri og afspurn, ber ísland mjög hátt hvað almenna menntun fólksins varðar, svo og alla efnahagsafkomu. Táp og almenn starfshæfni hins íslenzka borgara er eflaust með því bezta sem gerist, hvar svo sem borið er niður, þó að hér skorti hinsvegar áberandi á sérhæfni á mörgum tækni- og iðnaðarsviðum. Samanburður á landkostum Islands og annarra landa er torveldur enda til- gangslítill. Þó er naumast skynsamlegt að leyna þeirri staðreynd að landið er tiltölulega snautt að gæðum, jafnt þótt landgrunnið sé talið með. Vegna auðlegðar sjávarins í kringum landið fyrst og fremst geta 200.000 manns lifað hér ágætu lífi. En fyrir tvær miljónir manna, til dæmis að taka, myndi sjórinn hrökkva skammt sem megin-fjárhagsundirstaða, með núverandi vinnslu sjávarafla og án ræktunar hafsins. Landið, þótt þaulræktað væri, myndi naumast framleiða nægt kjöt og mjólk fyrir þennan mannfjölda; og áður en þjóðin teldi eina miljón, myndi vatns- og jarðhitaorka landsins vænt- anlega fullnýtt, þótt almannaþarfir og létta-iðnaður kæmu aðeins til, en ekki stóriðja. Hvaða verkefni telur þú brýnust í þjóðarbúskap Islendinga? Það færi naumast vel á því, ef ég þættist hafa ótvírætt svar við þessari mik- ilvægu spurningu. Þó sýnist mér eðlilegt og skylt að við gerum okkur eftir- farandi ljóst: 1) Að ísland verður jafnan að halda uppi mikilli útflutningsframleiðslu ef þjóðin ætlar sér að lifa „mannsæmandi“ lífi eins og krafizt er um þessar mundir, og að meginútflutningur okkar mun um langt skeið verða fiskur í einhverju formi. Af öðrum líklegum útflutningsvörum úr íslenzku hráefni mætti nefna vel unnar ullarvörur. Koma hér til sérstakir eiginleikar íslenzku ullarinnar, svo og að ull heldur almennt velli og vel það í samkeppni við ört vaxandi gerviefnaiðnað. 2) Að brýna nauðsyn ber til þess að framkvæma nægilegar rannsóknir svo að unnt sé að fylgjast vel með magni fiskistofnanna kringum landið, og gera viðhlítandi öruggar ráðstafanir til að vernda þá og viðhalda þó hámarksveiði um langt árabil. 3) Að aðkallandi er að vanda og auka nýtingu jarðvegs og fiskirækt í ám 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.