Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 13
Að vísindastarji hjá Sameinuðu þjóðunum og vötnum, og gera nauðsynlegar rannsóknir í þessu sambandi, svo að forð- ast megi handahóf, mistök og fjársóun. 4) Að vanda ber meðferð og vinnslu hvers konar matvæla og stefna að því að framleiða sem mest af ljúffengri matvöru; því að svo vel vill til að matar- gæði fisks af íslenzku landgrunni eru óvenju mikil. Ýmis fleiri framfaramál mætti til tína. En í sambandi við framtíðarhag þjóðarinnar er rétt að hafa hugfast, að ekki verður endalaust treyst á aukið aflamagn af Islandsmiðum til að standa undir vaxandi fjárþörf þjóðarinnar. íslendingar eru frábær veiðiþjóð, en farnaður þeirra í næstu framtíð er háð- ur því að þeir læri einnig að verða ötul ræktunar- og iðnaðarþjóð. Á þessum sviðum eigum við margt óunnið, sérstaklega þar sem möguleikarnir eru hvað mestir: í fiskiðnaði. Var því ekki í rauninni svo liáttað, áður en þú fórst út, að þér fannst þú enpin starfsskilyrði hafa í vísindagrein þinni, eða hversvegna flýðirðu land? Vinnuaðstaða mín var eftir atvikum ekki afleit, enda tel ég mig hafa skilað skammlausu starfi á meðan ég vann við Atvinnudeild Háskólans. Ástæður þess að ég ákvað að brjóta í blað voru einkum þrjár: Ég hafði verið þátttakandi í langvarandi launadeilu verkfræðinga við ríkið og fleiri aðila. Og eins og ýmsir sléttarbræður mínir hafði ég í því sambandi sagt upp starfi hjá ríkinu árið 1961. Mér leiddist þetta þvarg, sem var ís- lenzkt fyrirbæri. Með stærri þjóðfélögum mun það nær óþekkt, að margir þeirra sem gegna forystuhlutverkum á tæknilegum sviðum eða trúnaðar- störfum fyrir stjórn landsins, skuli það hart leiknir fjárhagslega, að þeir telji sig knúða til að standa í verkföllum og uppsögnum eða ]>urfa að þiggja einhverskonar bitlinga likt og beiningamenn. í öðru lagi var þannig í pottinn búið við Atvinnudeildina, að ég taldi að torvelt myndi að byggja þar upp viðhlítandi virka rannsóknardeild á þeim sviðum sem ég vann. í þriðja lagi sýndist mér að niðurstöður þeirra rannsókna sem birtar höfðu verið, svo og þeirra sem voru fyrirhugaðar, myndu seint ná að hafa áhrif á fjárhagslega afkomu eða framleiðslugetu landbúnaðarins. Viðhorf mitt, þegar ég breytti um starf, mætti draga saman á eftirfarandi hátt: Ég hafði mína „vöru“ að bjóða: sérþekkingu og starfsorku — sem þjóð- félagið hafði greinilega lítinn áhuga fyrir að kaupa. Sem seljandi vörunnar var ég þó vitaskuld ekki óhlutdrægur dómari um sölugildi hennar. En ekki taldi ég það í mínum verkahring að reka áróður á mannamótum eða í dag- 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.