Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 17
Mannlíj liér fyrir lundnámstíd grikkjum eru venjulegir prestar og múnkar kallaðir svo; í rómversk-kaþóisku er afturámóti einginn kallaður „papa“ nema páfinn. Ýmsir fræðimenn nú á dögum halda því fram að á íslandi muni hafa verið nýlenda írsks fólks sem hafi lifað hér í góðu geingi, meðal annars á land- húnaði, einkum kvikfé, þegar norrænir menn komu til landsins. Fyrir því að hér hafi verið írskir menn fyrir í kríngum 870 held ég hvergi verði stafur fundinn nema hjá Ara. Björn Þorsteinsson teygir úr hugmyndinni um írskl landnám hér á undan norðmönnum í nýbirtri grein (Tímarit Máls og menn- ingar, 26. árg., 1. hefti) þángaðtil hann kemst að þeirri niðurstöðu að frá- sögnin um þrælamorð Hjörleifs landnámsmanns muni eftilvill geyma endur- ininníngu þess að norrænir menn hafi gert sér lítið fyrir og stútað því „írsku fólki“ er hér var fyrir. Björn telur að írar liafi „sennilega búið í Vestmann- eyum þegar norrænir menn komu híngað.“ Hann lætur þess og við getið að írar hafi numið land í Færeyjum snemma á 8. öld, „síðan hafi þeir þokað sér híngað norður sennilega með búsmala og tekið að nema hér land.“ Það er einlægt varhugavert að ráða eitthvað af líkum um atriði í frumsögu Islands, og hætt við að það verði útí bláinn ef menn eru ekki sérfróðir medíe- valistar, þarsem forn fræði íslensk eru eftir eðli sínu ósundurgreinanleg frá miðaldasagnfræði. Getgátur um evrópskar miðaldir duga skamt til að bæta upp skort á sannfróðlegri vitneskju í miðaldaritum. Sé það staðreynd sem Björn Þorsteinsson greinir um landnám íra á Islandi, þá er hún ein þeirra sem gleymst hefur að skrá á spjöld sögunnar, og endurminníng um atburðina hvorki geymst með írum, íslendíngum né öðrum mönnum; og ekki í fornleif- um heldur. Eitthvað virðist það hæpinn skilíngur á verki Ara að frásögn ís- lendíngabókar um papa á íslandi og brottför þeirra af landinu sé aðeins til- raun höfundar til að ljúga sig úlúr því hneyksli fyrir hönd norðmanna að hér hafi þeir að upphafi landnáms eytt írskri nýlendu með morði og ránum. Það lítið í Landnámu stendur um papa er næstum orðrétt eftir Ara, nema óbeint lögð enn meiri áhersla á að einginn norrænn maður hafi séð þessa menn né átt orðastað við þá, aðeins fundið verksummerki þeirra og minjar klerklegar. Landnáma vitnar reyndar í „enskar bækur“ þess efnis að „í þann tíma var farið milli landanna“. Sá timi sem hér er vitnað til virðist hinsvegar vera tíminn þegar Beda skrifaði, eitthvað 100 árum á undan Dicuil. Aungvuin dettur í hug að efast um að ísland var þekt af sjófarendum og skipreika mönnum lángt frammí aldir. Mjög er fróðlegt að lesa það sem Dicuil segir af eyum, sem með aungvu móti geta aðrar verið en Færeyar, í lýsingunni af ferð þeirri sem farin var 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.