Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 23
Cesare Pavese HllSÍll Cesare Pavese fæddist 1908 í Piemonte. Hann var tekinn höndum á valdatíma fasista og dæmdur til útlegðar í Kalabríu. Hann gaf út fyrstu skáldsögu sína meðan á stríðinu stóð, en eftir 1945 fór hann fyrst verulega að láta til sín taka með hverri bókinni eftir aðra, og hlaut þó einkum viðurkenningu fyrir síðustu bókina sem hann gaf út fjórum mánuðum áður en hann framdi sjálfs- morð árið 1950. Sú bók — La luna e i jalb — fjallar um mannlega reynslu á okkar dögum. Hann hefur orðið æ frægari eftir dauða sinn og verið metinn til jafns við helztu höfunda nútímans. Hann þýddi mikið eftir enska og amer- íska höfunda, m. a. eftir Dickens, Joyce og Faulkner. Eftir dauða hans hefur dagbók hans verið gefin út (// mestiere di vivere) þar sem fram koma m. a. hugsanir hans um sjálfsmorðið. Ennfremur hefur komið út, að honum látnum, safn Ijóða og fleira, en Pavese var ekki aðeins höfundur skáldsagna og smá- sagna, heldur einnig gott Ijóðskáld. Þý'S. £g er maður einn míns liðs, vinn fyrir mér og bíð alla vikuna eftir sunnu- deginum. Ég segi ekki að mér falli sá dagur vel, en ég held hann hátíðlegan einsog aðrir, því hvíld verða menn að fá. Einu sinni, þegar ég var unglingur, hugsaði ég sem svo, að ef ég ynni líka á sunnudögum, mundi ég komast skjótar til manns en aðrir, og ég fékk léðan lykil að verkstæðinu. Allar vél- arnar voru þagnaðar, en ég undirbjó starfið fyrir mánudaginn á skammri stundu og síðan reikaði ég um auða stofuna, lagði við hlustir og naut ver- unnar þarna. Einkum vakti það ánægju mína, að ég gat farið þegar mér sýnd- ist og að ég hagaði mér öðruvísi en starfsfélagar mínir sem á þeirri sömu stundu voru komnir út á reiðhjólin sín og stefndu að kránni eða upp í fjalls- hlíðina. Einnig nú fer fólkið úr bænum á sunnudögum. Göturnar tæmast einsog vinnustaðir. Ég ráfa um þær seinni hluta dagsins, og það getur liðið hálftími án þess nokkur mannvera sjáist á sumum þeirra. Þá er engu líkara en þökin, gangstéttirnar og veggirnir, og stundum jafnvel garðarnir hafi verið gerð aðeins fyrir einn mann einsog mig, sem kemur og fer og sér þau nálgast og fjarlægjast einsog fjöllin og trén í sveitinni. Jafnan er ein gata auðari en önnur. Stundum nem ég staðar til að virða 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.