Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 25
Húsin bæjarmaður nýkominn til borgarinnar. Og ef svo bar við, að feit kona kæmi til dyra, sagðist hann hafa búið í húsinu áður og nú einhvernveginn villzt þangað. Stundum þóttist hann vilja taka herbergi á leigu og lét fylgja sér um allt, jafnvel út á svalir. Hann sagði þá að dyravarzlan hefði sent sig. Honum var illa við hús, þar sem voru ungar stúlkur. Karlmennirnir voru yfirleitt i kránni á kvöldin, en hvort sem það var karl eða kona, sem kom til dyra, heppnaðist bragðið ævinlega og við fórum hlæj- andi út aftur. Ciccotto náði alltaf fullu valdi á samræðunum, og feitu kon- urnar sem eru jafnan innanhúss og standa við gluggann til að viðra sig, báðu okkur á dyraþröskuldinum að koma aftur næsta sunnudag. Við komum aftur, en þegar okkur þóknaðist, að liðnum einum mánuði eða tveimur. Ciccotto var mikið fyrir að koma á þeim tíma sem kunningjakona okkar var ekki ein, heldur hafði fjölskylduna, nágrannakonu eða kunningja hjá sér, og þá var hann hrókur alls fagnaðar, spaugaði óspart, lét konuna verða sem á glóðum, bað um vín að drekka og lofaði viðtökurnar sem við hefðum fengið hj á henni síðast. Lauk því ævinlega á þann veg að konan tók hann afsíðis, hvessti á hann augun og æpti eitthvað upp í eyrað á honum, þar til hún stóð á öndinni og hneig í ómegin. Og Ciccotto varð fyrstur til að losa um föt hennar. Ég hló með Ciccotto, þegar við héldum heim, en ég vissi ekki hversvegna ég hló. Mér fannst ég vera einhvern veginn léttari, frjálsari, einsog þegar maður kemur úr leikhúsi. Ég lét Ciccotto masa og masaði sjálfur, við skemmt- um okkur við að geta okkur til um leyndardóma og vandamál þessa fólks, búa til um það furðulegustu sögur. En í rauninni var ég feginn að heimsókninni var lokið. Ef til vill var það einmitt þess vegna sem ég hló, því það var af eintómu hrekkleysi, að ég hjálpaði Ciccotto við þetta. Hann var næturvörður á verkstæðinu, og því gat hann einnig skemmt sér snemma morguns um helgar, enda notaði hann þær stundir líka til að afla sér kunningja og auka þannig gamanið af þessu. Ég var stundum að gera einhverjar athugasemdir við þetta, en hann sagði að ég þyrfti að koma í mörg hús ennþá til að kynnast rosknum konum. Þú ert unglingur, — sagði hann — veiztu ekki að þær sækj- ast mest eftir þeim? En ekki fór hann með mig til konunnar í tóbaksbúðinni á neðstu hæðinni. (Við höfðum skipzt á orðum undir glugganum eitt kvöld. Það var svo heitt að hún hafði slökkt hjá sér og hað okkur að skreppa og kaupa ís fyrir sig. Það var ég sem fór. Ciccotto hélt áfram að tala við hana.) Hinsvegar fórum við upp stiga í einu af þessum öngstrætum miðbæjarins, þar sem áður voru 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.