Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 29
Húsin Svo, þegar hann kom, röbbuðum við saman um þetta allt. Hann sagði mér frá því hvað afbrýðissamar konur segja og gera. Hann sagði mér, að þær væru allsstaðar eins, gætu ekki annað en staðið við gluggana, bak við glugga- tjöldin, ef ekki vildi betur. Ég mætti til að kynnast þeim, ungur maður hlyti bvort sem væri að kynnast þeim. Þegar þær eru komnar á ákveðinn aldur, sagði hann, bíða þær eftir honum að hurðarbaki einsog læður. En nú var hann með hugann hjá tóbakskonunni sinni og langaði ekki aftur upp til Katrínar. Hann sagði, að ég skyldi fara þangað einsamall, til dæmis um kvöld. Mig brast kjark til þess. Ég ráfaði um fyrir neðan svalirnar á stór- hýsinu í þeirri von að sjá Línu í einhverjum glugganum. En gluggarnir voru lokaðir, og allan sunnudaginn sem í hönd fór héldu þeir áfram að vera lok- aðir, en Ciccotto fræddi mig á því að á sumrin færi öll fjölskyldan ofan að sjó. — Einnig vinnukonurnar? — Einnig þær. Mér þótti þetta torskilið; Katrín hafði verið að rifna af afbrýðissemi, en ekki minnzt einu orði á burtför sína viku áður en hún fór. — Svona eru kon- ur, — sagði Ciccotto. Hann var ekki lengur sami maður og hann hafði verið. Hann var hættur að fara með mér um stigaganga þar sem við höfðum áður hlegið. Hann vék ekki frá torginu, hafðist við alla sunnudaga í nánd við tóbaksbúðina. Kaup- konan þar var eina konan sem ekki hleypti honum inn til sín. Hún talaði við hann, jafnvel á kvöldin, úr glugganum á neðstu hæðinni, sendi hann eftir ís fyrir sig. Þau gátu verið þögul í hálftíma og hlustað á fótatak einhverra vegfarenda deyja út. Þessi kona hefur líklega verið nær þrítugu, en hefði getað verið fertug, svo myndug var hún að svara fyrir sig og skipa öðrum. Ég gat ekki tekið aftur upp fyrra líferni af sjálfsdáðum. Ég lét mér nægja að sjá Ciccotto á verkstæðinu. Og ég fór út á göngu, hafði aflað mér nýrra kunningja, gat enn skemmt mér, en var ekki lengur samur maður. Allir vita hvernig er að vera heima hjá sér. Ef einhver sefur á daginn, er hann vakinn, og ferðin að heiman til vinnu og frá vinnustað og heim er ekki lengur neitt líf. Þetta sumar byrjaði ég, hvenær sem ég hafði stund aflögu, að ráfa einn míns liðs um götur og torg, og um þessi öngstræti, í leit að Línu sem þó var komin út að sjó. Einhvernveginn vonaðist ég til að sjá hana einn dag spretta upp fyrir framan mig. Allt getur gerzt, þegar göturnar eru auðar. Ég staldr- aði við á götuhomum. Og svo var það nú ekki Lína ein. Ciccotto þekkti margar konur. Sú stund kemur að þær elta þig á röndum, var hann vanur að segja. En ég var ekki maður til að ganga upp stigana, fá þær til að tala, leita á þær, gera þær ást- 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.