Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 58
Tímarit Máls og menningar bindið sé nú í réttum skorðum eða hann verði ef til vill einum tíu mín- útum of snemma á ferðinni. Hann getur þess eftir komu beggja til Schönbergs, að Eisler hafi gefið Schönberg 300 dali fyrir skurðað- gerð á ungum syni hans. Schönberg vildi ekki þiggja féð í fyrstu og bauðst til að endurgreiða með smá- um afborgunum. Eisler drap því á dreif með léttu gamni og sagði, að hann gæti ennþá sótt til hans nokkra kennslutíma upp í skuldina. En Schönberg sagði og byrsti sig: „Það sem yður hefur ekki ennþá lærzt, get ég ekki kennt yður úr þessu.“ Eisler hefur talað um þá ábyrgð, þann heiðarleika í tónlist, er Schön- berg hafi kennt sér að sjá og virða. En þar við bættist ábyrgð af öðru tagi. Hún var ekki sprottin af lögmál- um tónanna, enda þótt hún birtist síðar í tónlist Eislers, heldur þjóðfé- lagslegum andstæðum, stéttastríðum nútímans. Sú þrá gerði snemma vart við sig hjá Eisler að sameina þessa tvenns konar ábyrgð. Reynsla hans rak þar á eftir. A námsárum sínum er Eisler í tengslum við framfarasinnaðan fé- lagsskap æskumanna og fær sín fyrstu kynni af ritum Marx og Engels. Árið 1916 er hann kvaddur til herþjón- ustu. í skotgröfunum skilst honum til fulls eðli styrjalda og orsakatengsl við heimsvaldastefnuna. Oreigabylt- ingunni 1917 fagnar hann sem eld- ingu nýrrar tíðar. Eisler gerðist sós- íalisti. Eftir styrjöldina tekur hann aftur til við tónlistarnámið, en hin róttæka verkalýðshreyfing verður nú einnig og ekki síður kennari hans — og hann leit jafnan á sig sem trúan lærisvein hennar, á meðan honum entist aldur. Frá 1922, en hann er þá enn við nám hjá Schönberg, leitar þessi spurning æ fastar á hann: Fyrir hverja sem ég tónverk? Þroskaferill hans næstu ár ákvarðast af þeirri við- leitni, að samrýma tónsmíðastarfið j)jóðfélagsskilningi sínum og félags- legri ábyrgð. En frammi fyrir þeim meginvanda hafa öll framfarasinnuð og sósíölsk tónskáld staðið til þessa dags, á því breytingaskeiði frá kapí- talisma til sósíalisma, sem nú er að renna. Eisler hafði naumast tiltæk nokkur lausnarorð í tónlistarefnum árið 1922. Þau lausnarorð, sem hann fann, voru fyrst og fremst pólitísk. Og þetta var sprengiefnið, sem fólst í afstöðu hans til kennara síns. Schön- berg, blindur á félagslegar andstæður síns tíma, hélt að hugmyndir nem- andans væru grillur, sem hann hefði fengið út úr fátækt og umkomuleysi. „Sjáið þér nú til,“ sagði hann löng- um við lærisvein sinn, „ég get ekki vanið yður af sósíalisma, en tíminn venur yður af honum. Þegar þar að kemur, að þér borðið tvær máltíðir á dag í fyrsta sinn á ævinni, eignizt þrennan alklæðnað og dálitla vasa- 168
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.