Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 77
að væri um höfund hvers þess hluta, sem nú er óvitað um höfund að. Saga Hákonar konungs gamla er ekki að- eins öruggasta heimild okkar um staðreyndir íslenzkra atburða, þar sem þeirra er getið, af því að við vit- um, að maður þeim nákunnugur skrifar tiltölulega skömmu eftir að þeir gerast, heldur verður einnig auð- veldara að átta sig á, hvar hugsanlegt væri að hallað sé máli af huglægum ástæðum, því að okkur er þá fullkom- lega ljóst, frá hvaða sjónarhóli höf- undurinn lítur á atburðina. Þorgils saga skarða er okkur skýrari og ör- uggari sem heimild, þegar við lesum hana með það í huga, að Þórður Hít- nesingur, mágur Þorgils og nánasti förunautur meginhluta ævinnar, hafi ritað hana. Líkurnar fyrir því, að heimildirnar að Þórðar sögu kakala séu komnar frá Svarthöfða Dufgus- syni, frænda Þórðar og förunauti á baráttuárum hans til valda og síðan á valdatíma hans, varpa sínu ljósi á viss atriði þeirrar sögu. Ef allt í einu sannaðist, að Snorri Sturluson hefði ekki komið nærri samantekt Heims- kringlu, þá yrðu fræðimenn að gjöra svo vel og umturna skýringum við það rit, svo að víða stæði ekki eftir steinn yfir steini. Egils saga fær nýtt gildi og upplykur nýjum leyndardóm- um, þegar hún er lesið með hliðsjón af því, að hún hafi dropið úr fjaður- staf afkomanda hans og eftirmanns á Borg, Snorra Sturlusonar. Það er StaShæfing gegn staðhœfingu skammt síðan, mælt á mælikvarða rannsóknarsögu íslenzkra fornbók- mennta, að Björn Ólsen rökstuddi það fyrstur manna, að Snorri myndi vera höfundur Egils sögu, og mun nú vera litið á það sem staðreynd, með- an ekki koma fram ný rök, sem í móti mæla. Lengi var vappað í kringum Grettis sögu að leit að höfundi, og var Sturlu Þórðarsyni gefið horn- auga sem líklegum. Guðni Jónsson henti þó á annan og færði nokkur að- gengileg rök fyrir faðerninu. Þá kom Sigurður Nordal til skjalanna, vék sér beint að Sturlu og kenndi honum krógann með svo sterkum rökum, að Guðni tók sína tilgátu til baka, að- hylllist það, sem honum þótti sann- ara reynast, og ég hef það fyrir satt, að héðan í frá verði Grettis saga les- in og krufin til mergjar með hliðsjón af Sturlu Þórðarsyni sem höfundi. Nú er tekið að skyggna Hrafnkels sögu Freysgoða með Brand biskup Jóns- son sem höfund í baksýn, og með splúnkunýrri rannsóknaraðferð þyk- ist Pétur Hallberg hafa fært sönnur á það, að Laxdæla saga sé rituð af Ól- afi Þórðarsyni hvítaskáldi. Og þess verður ekki langt að bíða, að fræði- menn komi sér saman um, að for- ynjusagnameistarinn Sturla Þórðar- son, höfundur Grettis sögu, hafi lagt smiðshöggið á Eyrbyggju,með Fróð- árundrum, Þórólfi bægisfæti og grið- ungnum Glæsi. Sumir eru mjög efins um mögu- 187
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.