Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 88
Tímarit Máls og menningar verður að fara varlega í tilvitnanir, svo að ekki verði þetta allt of langt mál. En það er erfitt að neita sér um að grípa á einstaka atriði, þar sem Barði dregur fram hliðstæður Njálu við atburði, sem Þorvarði Þórarins- syni hlutu að liggja á hjarta. Hann gerir samanburð á Njálsbrennu og Flugumýrarbrennu: Foringjar beggja brennuflokkanna ákveða, að fyrst skuli beita vopnavaldi, „en bera eld að húsum, ef ekki auðnast að brjóta á bak aftur óvinina með öðru móti.“ Báðir líta á íkveikjuna sem neyðar- úrræði. „Sturlungu og Njálu ber saman um, að hefndaráformunum sé beint gegn þrem bræðrum og föður þeirra.“ Ingjaldur á Keldum varar Njál við, Hrafn Oddsson aðvarar Gissur, en án árangurs. „Nú tóku öll búsin að loga,“ stendur orðrétt í báð- um ritum. Og Barði segir: „Öllum böfuðatriðum í báðum frásögnunum má í senn lýsa með sömu orðum: Brennan á sér stað að næturþeli, og dveljast brennumenn við eldana fram til morguns. Fyrst reynir árásarliðið að sigrast á heimamönnum í vopna- viðskiptum og sótti að skáladyrum. Var fyrsti áverkinn sá, að maður blaut þar höfuðhögg, sem risti niður andlitið. Þegar sýnt þótti, að bærinn myndi ekki vinnast með vopnum, var gripið til íkveikju, beyi troðið í eða inn um glugga á skálanum og þar að borinn eldur .„Nú tóku öll húsin að loga,“ og var þá mörgum heima- manna leyfð útganga. En er skála- þekjan féll niður, urðu þar undir sex nafngreindir menn. Meðal þeirra eru tveir af sonum húsbóndans, en sá þriðji hafði áður freistað undan- komu, vopnaður sverði. Hlaut hann banasár um leið og hann fór út úr bæjardyrunum. Af þeim fjórum, sem ákveðið hafði verið að drepa, auðn- aðist einum nauðulega að bjarga líf- inu. Fréttu brennumenn brátt um undankomu hans. Þóttu þau tíðindi uggvænleg. Var þá um það rætt, að nú myndi mörgum brennumanni bani búinn. Riðu þeir saman af héraði og béldu saman öllum flokknum að heimili fyrirliðans.“ Og fleira hefur Barði í pokahorn- inu um Njálsbrennu og Flugumýrar- brennu: „Húsfreyjan á Bergþórs- hvoli stendur í dyrum hins logandi bæjar og segir, þá er henni var boðin íítganga: „Ég var ung gefin Njáli, hefi ég því heitið honum, að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Hús- freyjan á Flugumýri stendur einnig í anddyri hins brennandi bæjar og seg- ir við Ingibjörgu Sturludóttur, þá er rætt er um útgönguleyfi, „að eitt skyldi yfir þær ganga báðar.“ Berg- þóra neitaði að yfirgefa mann sinn í greipum dauðans. Ingibjörg Sturlu- dóttir neitar b'ka að yfirgefa mann sinn og ganga út úr eldhafinu. Það er frændi hennar í liði brennumanna, sem hleypur inn í eldinn til hennar og ber hana út með valdi. í Sturlungu 198
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.