Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 94
Tímarit Máls og menningar Slurluson sé höfundur Egils sögu og Sturla Þórðarson höfundur Grettis sögu og Brandur Jónsson höfundur Hrafnkels sögu, þá er hægt að hafa málfar þessara höfunda til hliðsjón ar, þar sem eftir þá liggja rit, sem ekki er efazt um að þeir hafi ritað. Og nú vill Pétur Hallberg halda því fram, að með samanburði á málfari ýmissa rita sé hægt að sanna höfund- arrétt, sé hægt að miða við önnur rit þess höfundar. Aðstaðan er erfiðari, þegar um er að ræða líkur eða rök fyrir því, hvort Þorvarður Þórarins- son muni höfundur að ákveðnu riti, þar sem ekki er um neitt rit að ræða, sem hann hefur verið talinn höfund- ur að. Eftir Þorvarð eru þó til tveir stúfar úr sendibréfi, er hann reit Magnúsi konungi lagabæti árið 1276, og tilfærir Barði þá í ritgerð sinni. Þessir bréfstúfar eru ekki nema rúm hundrað orð, en fallast verður á þann dóm Barða, að þau bera vitni sér- kennilegum og snjöllum rithætti. Og þess er ekki að dyljast, hve undarlega mörg einkenni þessa bréfs koma heim við Njálustílinn. Yfir stílnum er reisn, sem stingur algerlega í stúf við um- hverfið, þar sem þau birtast. Bréf Þorvarðar hefst á þessa leið: „Herra, í orlofi að tala, get ég flestum verða eigi allhægt að stjórna ríkinu, nema þeim sem hann leggur hendur og höf- uð á sem hann vill.“ Barði bendir réttilega á það, að það breytir engu um efni málsgreinarinnar, þótt felld séu í burtu lokaorðin: „sem hann vill“. „En þar sem þau standa, gefa þau henni aukinn áherzluþunga og skarpari svip,“ segir Barði. Og svo bendir Barði á 9 hliðstæður í Njálu, þar sem málsgrein er látin enda á „ef þú vill“, „sem þau vildu“, „er þú vill“, „sem þú vill“, „sem hann vildi“. Hann telur það vafasamt, að þetta geti verið hrein tilviljun, nema hægt sé að benda á sams konar hliðstæður í fleiri ritum þeirra tíma. Athyglisverðasta hliðstæðu við orðtök Njálu er þó að finna í tveim ræðum, sem Þorgils saga skarða flyt- ur eftir Þorvarði Þórarinssyni. Aðra ræðuna flytur hann að Glæsibæ í Eyjafirði, þegar þeir Þorgils eru á leið til Þverárfundar, hina heldur hann út við Skjaldarvík kvöldið áð- ur en hann tekur Þorgils skarða af lífi. Á Glæsibæjarræðuna hlýðir Þórður Hítnesingur, sem fullvíst þyk- ir að hafi skrifað Þorgils sögu, þekkti Þorvarð mjög náið og hefur verið kunnugur öllum sérkennum hans í tali. í þessum ræðum er fjöldi hlið- stæðna við orðtök í Njálu, en þær hliðstæður ekki annars staðar að finna í Þorgils sögu og orðtökin því ekki eiginleg höfundi hennar. „Er það mikill drengskapur þeim mönn- um, er mér eiga ekki gott að launa, en þeim ekki illt, og þessi mál íaka eigi henda, að berjast með mér, ef þess þarf við,“ segir Þorvarður í Glæsibæ. Um þetta segir Barði: „Hér 204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.