Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Qupperneq 104
Tímarit Máls og menningar skopið sé full alvara. Það mun þá mega segja, að höfundurinn taki hér til alvariegr- ar meðferðar enn á ný, en með aðstoð full- veðja (souverain) liáðs, efni sem honum liefur löngum verið mjög hugleikið, tema sem mætti kannski einkenna með orðunum „heilt hjarta — hálft líf“, með tilvísun til FegurSar himinsins (bls. 15): „... þar sem líf manna virðist vera eindrægnin sjálf, ást- in heil, barnalánið fullkomið, afkoman lýta- iaus, þar er iífið ekki heldur satt og vissu- lega ekki nema hálft. Heilt hjarta, hálft líf.“ Þegar dreginn hefur verið frá hinn gjörsamlega huglægi tónn í þesssum línum, þá er eftir viðfangsefnið í „Veiðitúr í ó- bygðum“. Húsin tvö, konumar tvær, eigin- mennirnir tveir: annarsvegar þetta stóra hús þar sem aldrei var „fis inni né úti, gardínurnar hvítar af línsterkju, stjúpmæð- ur og morgunfrúr í garðinum á bakvið", bóndinn sem í tuttuguogfimm ár hefur ekki um annað hugsað en hvað hann væri vel giftur; hinsvegar hið „marghrunda, marg- reista hús“, og heimilisfaðirinn sem gleymdi oft að leggja heimilinu meðan börnin voru ung, og hafði framhjá eigin- konunni, „stundum með þremur fyrir utan þær í útlöndum; og hann kom oft fullur heim. En ég elskaði hann hvað oft sem hann braut húsið.“ — Hljóðar ekki niður- staða þessarar sögu upp á þá trúarjátningu að „lífið gerist í tveim skautum og er upp á móti sjálfu sér, og þaS er þessvegna aS þaS er líf“ (FegurS himinsins, s. st.). Þessi trú er dulrænublandin, og sagan endar í valdi hinnar góSu matrónu, þessarar per- sónu sem vér þekkjum ekki og getum ekki skiliS. — TvíræSi, klofningur formsins er æ greinilegra einkenni á síSustu skáldverk- um Halldórs Laxness. Það er sjálfsagt með- al annars þessvegna að margir lesendur lians eru gáttaðir á þessum verkum. Það er augljóst að með slíkum tilraunum teflir höfundur á tvæ>- hættur, og fyrir mitt leyti fæ ég ekki séð að þetta hættuspil hafi heppnazt í hinum nýlegu leikritum hans. Aftur á móti er „Veiðitúr í óbygðum" í liinu rétta jafnvægi fjarlægðar og nálægð- ar, skopið og háðið er lífsloft sögunnar, tvísæi hennar tendrar neista og gefur í- myndunaraflinu verk að vinna. Sagan um Jón í Brauðhúsum er örstutt, tíu litlar blaðsíður. Hún er með því óbrotn- asta sem Halldór Kiljan Laxness hefur lengi skrifað. Hún er auðsjáanlega samin, að minnsta kosti að nokkru leyti, sem and- svar við hinni merkilegu ritgerð Þórbergs Þórðarsonar, „Rangsnúin mannúð“, sem birtist í þessu tímariti fyrir rúmu ári. Hún fjallar fyrst og fremst um vonbrigðin, um uppgjöfina, um sundrungu fylkinganna, um afturkippinn eftir hamslausar vonir, um það sem vel mætti kalla hinn leynda harm- leik vorra tíma. Þetta er velyfirlögð og tempruð auglýsing höfundarins um grund- vallarleysi og sjálfsblekkingu þeirrar póli- tísku baráttu sem hann átti áður fyrr hlut að, þar sem lagðar eru fram forsendumar fyrir núverandi vantrú hans á möguleika og tilgangi pólitískrar athafnar. Þessi ó- beina yfirlýsing er miklu verðmætari og al- varlegri og verðari athugunar en ýmsar næsta kátlegar umsagnir höfundar um stjórnmál frá síðustu árum, vegna þess að hún er reist á innsýn í raunverulegt sálrænt og félagslegt fyrirbæri þessara tíma. Það er fullljóst að um er að ræða vonir og fyrir- heit byltingarinnar á öðrum fjórðungi ald- arinnar, í Evrópu, með sérstakri tilvísun til Islands, og vonsvikin og upplausn málstað- arins, niðurgrotnun bjartsýninnar á þriðja fjórðungi aldarinnar: „Filpus: Já við bið- um og vonuðum allir — leingi, hver þar sem hann var kominn. — Andris: Já. — Filpus: En það kom ekki. — Andris: Nei.“ „Filpus: Áður var allt aukaatriði nema eitt. Nú er einhvernveginn allt einskisvert, 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.