Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 119
ur ekki varað sig sem skyldi á þessari Kristsummyndun guðspjallanna. Loks skal hér bent á nokkrar smávillur sem slæðst hafa inn: I. bindi, bls. 24: „Servius skipti ættsveit- unum í 35 nýjar ættsveitir.“ Fram á þriðju öld voru ættsveitirnar 21 að tölu, hinum 14 var ekki bætt við fyrr en á þriðju öld. I. bindi, bls. 33: Konumyndin er ekki úr „Etrúskagröf í Corneto“ heldur er hana að finna í svonefndri Ljónagryfju í Tar- quiniu. I. bindi, bls. 98: „Þegar Rómverjar komu fyrst fram í dagsbirtu sögunnar, voru jarðir í einkaeign." Á sjöttu öld f. Kr. var jarð- næði yfirleitt sameign ættflokksins eða í eigu borgríkisins — ager publicus. II. bindi, bls. 156: „Belgica tók yfir hluta af Frakkiandi og Sviss.“ Hún takmarkaðist að austanverðu af Vogesafjöllum sem skipta enn löndum með Frökkum og Sviss- lendingum. Tvær villur skrifast á kostnað þýðanda og prófarkalesara. II. bindi, bls. 157: „Þar tók bronsöld við af jámöld sex öldum fyr- ir Kristsburð." Þarna hafa orðið orðavíxl: járnöld tók við af bronsöld. I. bindi, bls. 78: „Pentates, innanhúsguð- ir,“ á að vera penates. Umsagnir um bœlcur Eftir þessar aðfinnslur skal það árótíað, sem gefið var í skyn í upphafi, að Róma- veldi er í flokki beztu alþýðlegra sagn- fræðirita sem þýdd hafa verið á íslenzku. Það er bráðskemmtilegt aflestrar og ber eigi síður að þakka það þýðandanum, Jón- asi Kristjánssyni, en höfundi sjálfum. Er óhætt að fullyrða að fegurra og fjölskrúð- ugra mál er vandfundið á þýddri bók á ís- lenzku. Má þó ætla að verkið hafi ekki ver- ið auðleyst því að stíll Durants er jafnan samþjappaður og stundum knúsaður. Ef til vill hefur það létt undir að þýðanda var fyrir lagt að stytta verkið lítillega. Var hon- um því frjálst að draga saman sums staðar og fella niður einstaka kafla sem ekki þóttu skipta meginmáli. Vissulega hefði verið æskilegast að komast hjá þessari styttingu, en þýðandinn hefur yfirleitt valið vel, að því er bezt verður séð. Næst mun í ráði að gefa út bindið um Grikkland, en það er ásamt Rómaveldi tal- ið bezta verk Durants. Er skylt að lofa Menningarsjóð fyrir framtakið og sam- fagna þeim sem hafa gaman af að „skyggn- ast bak við tjald fortíðarinnar" með Dur- ant. Lojtur Guttormsson. 229
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.