Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 124
Tímarit Máls og menningar hafið framleiðslu á helztu vélahlutum sem nauðsynlegir eru til vörubílaframleiðslu, svo sem strokkhöfðum, ástengslum o. s. frv. Jafnframt þjálfaði verksmiðjan sex verk- fræðinga og sextán tæknifræðinga. Þegar ég kom þangað í október 1964 störfuðu þar meira en 900 verkamenn í fjórum deildum, steypudeild, véladeild, yfirbyggingadeild og deild sem fjallaði um gangöryggi. Verka- menn höfðu sjálfir lagt á ráðin um 40% vélanna og smíðað þær.Nú framleiðir verk- smiðjan fjögurra lesta vörubíla með 90 hestafla hreyfli. Árið 1963 framleiddi hún 570 vörubíla; og 1964 var áætlunin sú að framleiða 700, og var það mark skammt undan þegar ég kom þangað. Sumir þættir framleiðslunnar eru enn sem komið er að- eins vélvæddir að litlu leyti, en gæði fram- leiðslunnar virðast mikil, og að jafnaði fara vörubílamir ekki í flokkunarviðgerð fyrr en eftir 70.000 kílómetra akstur. Þegar ég kom í verksmiðjuna stóð til að hefja framleiðslu á nýrri gerð sem hafði verið teiknuð þar, og unnið var að áætlunum um að gera fólksflutningabifreið í samvinnu við aðrar verksmiðjur. Ég sá líkan af fólks- flutningabifreið, og það var þægilegt og nýtízkulegt farartæki. Þetta er áþreifanlegt dæmi um það hvað kjörorðið „þróizt af eigin rammleik“ merk- ir í verki, innan hverrar verksmiðju. Að sjálfsögðu stuðlaði ríkið að þróun verk- smiðjunnar, en meginátakið kom frá verkamönnunum sjálfum. Ég hygg að dæmi eins og þetta auðveldi okkur einnig að skilja hlutverk fræðikenn- ingarinnar í sósíalistískum framkvæmdum í Kína. Þar er ekki litið á fræðikenninguna sem andstæðu við fjárhagslegan ábata. Ollu heldur er ábatahvötin undirstaða dag- legra athafna og birtist í átta launaflokkum fyrir verkamenn og í verðlaunakerfi. En Kínverjar hafa ekki trú á því að ábata- hvötin hafi í för með sér nýjungar og tækniumbætur, né að hún stuðli að örum efnahagsframförum. Ekki hafa þeir heldur trú á því að ábatahvötin fái menn til þess að taka á sig þau aukaverkefni sem til er ætlazt af þeirn — til að mynda framhalds- nám í tæknifræðum. Til þeirra verkefna treysta þeir fyrst og fremst á pólitíska með- vitund. Þetta er mjög mikilvægur þáttur í undirstöðustörfum Kínverska kommúnista- flokksins, og áhrifin eru fjölþætt. Til að mynda felst í þessu að leggja verður stöð- uga áherzlu á að skýra út fyrir hverjum ein- staklingi til hvers er ætlazt af honum og berjast gegn tilhneigingum til leti, átaka- leysis og sjálfsánægju. Jafnframt felst í þessu að beita verður öllum ráðum til þess að hinar nýju hugsjónir sósíalismans gagn- sýri alþýðu manna og vinna bug á atferli og viðhorfum sem heyra fortíðinni til. í þessu felst einnig stöðug barátta gegn skrif- finnsku, gegn þeirri tilhneigingu að skipa fyrir í stað þess að skýra út og gegn því að djúp staðfestist milli andlegrar vinnu og líkamlegrar. Og raunar eru þessi skilyrði óhjákvæmileg til þess að alþýða manna til- einki sér í raun og veru sósíalistísk viðhorf. Síðast en ekki sízt stefna Kínverjar ekki aðeins að því að þróa framleiðsluöfl sín heldur jafnframt að því að móta nýja manngerð, því það er eitt meginverkefni sósíalistískrar byltingar. Eins og að líkum lætur er torvelt fyrir erlendan mann sem dvalizt hefur fáeinar vikur í Kína og talar ekki málið, að segja til um það hvemig miði að þessu marki. En ég held að eitt sé efalaust: á sviði efna- hagsframfara hefur stefna Kínverska kommúnistaflokksins haft í för með sér ó- vefengjanlegan og mjög svo áþreifanlegan árangur. Ég held að annað sé jafn fullvíst: eftir viðtölum að dæma, heimsóknum í verksmiðjur og kommúnur, athugunum á háþróaðri skipulagningu og daglegum lifn- aðarháttum, eru að mótast viðbrögð af sós- 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.