Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 126
Timarit Máls og menningar endurbótum og efla hinn friðsamlega hluta þeirrar stéttar sem fer með völdin. Fyrir fáeinum mánuðum var kannski nokkur von að menn tryðu á slíka mögu- leika. En livernig er hægt að halda því áfram eftir að stríðspólitík Johusons í Asíu er orðin lýðum 1 jós? Geta róttækir menn sem það nafn eiga skilið ennþá látið sér sjást yfir þá höfuðstaðreynd okkar tíma sem er fólgin í stöðugri og sífellt almennari styrjöld hins kapítalistíska forusturíkis gegn heimshyltingunni? Og ef þeir viður- kenna þessa staðreynd, hvernig getur það þá farið framhjá þeim að allar þær kjara- bætur sem valdastétt Bandaríkjanna lætur í té, hafa einn tilgang og aðeins einn: að lokka bandarísku þjóðina til að styðja glæpsamlegt stríð gegn hinum fátæku og réttlausu? Svo kynni að virðast að sósíalistar í Bandaríkjunum séu í vonlausri klípu. Verkamennirnir eru ófúsir að hlusta á á- róður fyrir sósíalistískri byltingu, hversu mjög sem hún kynni að vera þeim í hag. Og að styðja þesskonar endurbótastefnu sem nokkrar líkur væru til að næði fram að ganga, er sama sem að ganga í bandalag með valdastéttinni gegn þeim sem berjast fyrir sósíalistískri byltingu annarsstaðar í heiminum. Er þá engin leið fær úr þessum ógöngum? Sósíalistar í Bandaríkjunum þurfa að hætta að líta á sjálfa sig sem örlítinn minni- hluta er hafi það hlutverk — sem margir þeirra þykjast þegar vissir um að sé von- laust — að framkvæma sér-ameríska bylt- ingu. í stað þess ættu þeir að líta á sig sem liðsmenn í geysimikilli alþjóðlegri hreyf- ingu, sem sé fær um að ná tökum á miklum hluta mannkynsins, og hafi það hlutverk að sigra og uppræta hina alþjóðlegu heims- veldisstefnu. f sálfræðilegum skilningi þýð- ir þetta að þeir yfirgefa minnihlutann og taka sér stöðu með meirihlutanum, þeir hverfa úr flokki þeirra sem eru að tapa yfir í flokk sigurvegaranna; það þýðir að þeir losa sig úr fjötrum óhjákvæmilegrar hreppapólitíkur, einangrunar og klíkuskap- ar vinstrifylkingar sem einskorðar starfsemi sína við innanlandsmál; það þýðir að þeir öðlast nýtt útsýni og nýjan skilning á bar- áttuaðferðum og haráttuáætlun. Hvað geta bandarískir sósíalistar lagt af mörkum í baráttunni gegn hinni alþjóðlegu heimsveldisstefnu? Einhverjir munu svara: mjög lítið. Við höldum því fram að við getuin lagt og eig- um að leggja mikið af mörkum. Það er auðvitað rétt að við erum ekki mjög marg- ir. En við höfum þann mikla ávinning fram yfir alla aðra sósíalista að við eigum heima í sjálfu bæli óargadýrsins. í vissum mikilvægum efnum vitum við meira en aðr- ir — eða ættum að minnsta kosti að vita meira — um háttemi þess, styrk þess, og veikleika. Þetta er ekki aðeins heiðurs- staða, heldur felst í henni það mikilvæga hlutverk að neyta aðstöðunnar til að hjálpa heimshreyfingu sósíalismans til að afla sér dýpri þekkingar á óvininum. En þar með er ekki allt upp talið. Það væri heimska og skammsýni að halda því fram, að vegna þess að verkamenn í Banda- ríkjunum skorti sósíalistíska meðvitund hafi sósíalistar engin mikilvæg verk að vinna í þessu landi. Kringumstæðumar hafa aldrei verið eins hagstæðar — ekki einu sinni í heimskreppunni eftir 1930 — fyrir sköpun sósíalistískrar meðvitundar. Frelsishreyfing svertingja er fjöldahreyfing sem eykst sífellt fylgi og baráttukraftar. Og undir hræðilegum þrýstingi Víetnam- stríðsins hefur friðarhreyfingin sannað að hún hefur möguleika til að verða fjölda- hreyfing. Auk þess er það geysi þýðingar- mikið að þessar hreyfingar eru að nálgast hvor aðra og hafa jafnvel tilhneigingu til 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.