Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 29
Bókmenntaárið 1965 Hver náttúrumyndin af annarri gleður huga skáldsins: . . Hvergi er sjávarloftið ferskara en í fjörunni, ekki rykkorn og í ilmi þarans er dálítið óútskýranlegt sem léttir lund manneskj unnar ...“ „Sjórinn er áferðarsléttur upp við fjörusteina. Fjær er hann úfnari — og þangað stendur vængjaður hugur Murts — til sjómannanna ... Hefurðu séð sólina dýfa sér í hafið til að sofa, og koma upp endurnærða í logandi saltmistri að morgni. Þá verður strandlengj an sótrauð, himintjöldin purpuri, hafið kraumandi kopardeigla, og fiskurinn listasmíð gerð úr hvít- málmi með hrafntinnu í augnastað ... Hefurðu séð þjóð þína að starfi á síldarplani? Hlátrar stúlknanna eru tærir eins og hlj ómurinn í beztu klukkum páfans í Róm. Grænt segl er strengt yfir planið og það má sjá alla liti regnbogans í ljósbroti eins síldarhreisturs þegar sólin skín ...“ „.. . Hjarta hans slær svo ört að hann verkjar, það slær þessu óbrotna lífi þróttmiklum slögum, hafinu og moldinni, fiskimanninum og bóndanum“. En þessi eyja skyldi varlega kölluð afskekkt, friðsæld hennar er rofin og hún á sér ekki fremur frjálsa tilveru en Island sjálft. Þarna er að vísu heil- brigt athafnalíf og nálægð lands og sjávar, en greipar hernámsins hafa seilzt þangað, þar er herútibú og hópur hermanna sem einkum leggja net sín fyrir harnungar stúlkur, auðmenn úr Stóruvík kaupa upp jarðirnar, Sturla heild- sali á þriðjung eyjarinnar, kemur úr háloftinu öðru hvoru til eftirlits, sumar- dvalargestir sækja heim hótel Týli, kvikmyndatökumaður, ásamt fegurðar- drottningu, kemur með tilboð í ungar stjörnur, og hingað koma æðstu höfð- ingjar úr Stóruvík á sjóstangaveiðar með útlendinga í eftirdragi, ráðherrar og ritstjórar. Þannig svífa ránfuglar yfir eyjunni og eiga þar ítök sín, og yfirþyrmandi hátíðaræður landstjórnarmanna berast alþýðufólki til hrell- ingar með útvarpinu. „Margir sem hlusta á leiðtogana roðna, jafnvel ungling- ar og gamalt fólk.“ Herstöðin og annar aðvífandi óhugnaður, auðvaldsáhrifin úr Stóruvík, eru hrópandi andstæða við náttúruna og fólkið á þessum stað, sjómennina síldarstúlkurnar, eins prestinn og lækninn sem mótast af heil- brigði þessa lífs og verða málsvarar þess gegn hersetunni. Herútibúið eða radarstöðin trónar nyrzt og hæst á eynni með tröllaukna skerma og erlenda fána við hún. Eyjarskeggjar vilja hana ekki augum líta. Gömlu mennirnir kunna skil á sögum og sögnum, eru glöggskyggnir á hvaðeina: „Það er aðeins eitt sem þeir ekki sjá — aldrei: skermana á norðurenda eyjarinnar. Og minn- ast aldrei á — eins og það væri banvænn sjúkdómur í ástvini.“ Murtur, einn sumardvalargestanna á hóteli eyjarinnar, kominn til að semja 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.