Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
Taflan AM732etc færir sönnur á sig sem islenskur búshlutur af fleiru en
þeirri staðreynd að hún eða önnur álíka hefur verið Ara nærtækust amboða;
gerð hennar að öðru leyti, snjöil og einföld, er sérstök í sinni röð, svo eingin
önnur tafla af þessari gerð hefur fundist í evrópulöndum, og reyndar hvergi.
Það er og eitt fyrir sig að þessi íslenska tafla notar tugakerfi í tímatalsút-
reikníngi, sem þá var lítt kunnugt í Evrópu, en tíðkaðist með serkjum sem
í þann tíð voru mestir tímatalsfræðíngar. Og með því íslendíngar hafa á
þessari miklu mentaöld sögu sinnar, 12. öldinni, í nokkrum atriðum öðrum
tekið við lærdómi beint frá serkjum, svo sem kunnugt er af rímtalsrannsókn-
um Beckmans, þarámeðal um það er snertir útreikníng á túnglöldum, þá
væri ráð að líta til araba í leit að annarri slíkri töflu. Svo varð Beckman
himinlifandi að uppgötva þetta einfalda en hálærða íslenska plagg í tíma-
talsreikníngi, að hann hikaði ekki við sem tímatalsfræðíngur að telja skinn-
blaðið AM 732a, VII 4° ekki aðeins elst blaða í Árnasafni, heldur merki-
legast plagg sem í því safni yrði fundið. Beckman lét fyrir laungu prenta
talbyrðínginn í ritum sínum um íslenska rímfræði forna (þó ekki í eftirstúngu
skrifleturs, facsimile), en láðist að draga af honum víðtækar ályktanir, sem
tilefni var til, virðist ekki hafa haft snjallræði til að draga fram þau sér-
kenni plaggsins sem leiða að óvæntum niðurstöðum.
Framtil þessa hafa íslenskir fræðimenn ekki svo kunnugt sé talið þessvert
að gaumgæfa þetta plagg. Hefðu þeir þó komist hjá margri skakkri ályktun
og graut í hugsun ef þeir hefðu látið svo lítið að leiða augum þessa höfuð-
heimild um útreikníng tímatals í elstu sagnfræði íslenskri. Afturámóti samdi
Jón prófessor Jóhannesson frásögn í Skírni 1952, að því er hann segir eftir
ábendíngu Turville-Peters hins enska miðaldafræðíngs, um tímatal Gerland-
usar sem inn var leitt á íslandi fyrir miðja tólftu öld, eða eigi allaungu eftir
að Ari ritaði. Jón Jóhannesson var í því sérstakur að hann skrifaði oft litlar
greinar þannig að þær komu flatt uppá menn eða kollvörpuðu eldri hug-
myndum þeirra af sökum þess staðreyndaauðs sem honum var tiltækur um-
fram flesta menn. í skírnisgrein sinni útskýrir Jón ruglíng sem varð á tíma-
tali í íslenskum bókmentum um lángt skeið, og íslendíngum hefur á síðari
tímum verið með öllu óljóst af hverjum rótum er runninn. Svo liðtækur
tímatalsfræðíngur sem Guðbrandur Vigfússon komst aldrei til botns í þessu
og kallaði þetta mýstík í íslensku tímatali. Sannleikurinn er sá að forn fræði
íslensk hljóta að verða íslendíngum mýstík á mismunandi háu stigi meðan
þeir rekja fræði sín innaní lokuðu kafseli líku geimfari sem snýst í hríngi
einhversstaðar fyrir utan heiminn. íslensk fræði eru því aðeins mýstísk að
32