Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Blaðsíða 105
Elio Vittorini
sem hún beitir. Víst hefur hún prédikað,
kennt, og hún hefur mótað nostursamlega
lögmál sín og mælikvarða, hún hefur fund-
ið meginlönd og búið til vélar, en aldrei
hefur menningin sameinazt þjóðfélaginu,
aldrei ríkt með þjóðfélaginu og aldrei hef-
ur hún hajt yfir hersveitum að ráða í þágu
þjóðfélagsins. Hvað er þá á bak við þau
lögmál og mælikvarða sem menningin hef-
ur búið sér til? Það er þjáning mannanna
í þjóðfélaginu. Því að mennirnir hafa
þjáðst og þjást enn í þjóðfélaginu. En hvað
gerir menningin svo fyrir mennina? Hún
reynir að hugga þá.
En þar sem menningin hefur ekki gert
annað en hafa hughreystandi áhrif, hefur
henni ekki tekizt að koma í veg fyrir neina
af ógnum fasismans. Ifún lét sig engu
skipta þjóðfélagsleg öfl sem hefðu getað
stöðvað valdatöku fasismans bæði á Italíu
og í Þýzkalandi; menningin hafði ekki
yfir neinum fallbyssum, flugvélum eða
skriðdrekum að ráða til þess að koma í
veg fyrir Ethiopiu-ævintýrið, sigur fasista
á Spáni, innlimun Austurríkis eða Miin-
chensáttmálann. Það er því einmitt hennar
sök, að hin þjóðfélagslegu öfl, fallbyssur,
flugvélar og skriðdrekar skyldu ekki vinna
í þágu menningarinnar.
Þjóðfélagið getur aldrei orðið menning-
arlegt meðan menningin gegnir ekki sínum
þjóðfélagslegu skyldum. Og menningin
verður aldrei þjóðfélagsleg, meðan hún
kemur sér ætíð hjá því, að taka þátt í
þjóðfélagsbaráttunni; meðan höfuðreglur
hennar miða aðeins að því að veita hugg-
un; reglur sem standa eilíflega, án þess að
hugsað sé fyrir tímabærum breytingum.
Meðan menningin er ekki áþrcifanlegur
veruleiki, iifandi eins og þjóðfélagið sjálft
er lifandi, þá verður hún ekki þjóðfélags-
leg. Mun menningin alltaf láta sér nægja
að hugga mennina, en aldrei gera sér ljóst
að þeir þurfa á vemd hennar að halda
gegn hinum eilífu þjáningum? Þessi úrelta
menning okkar verður að breytast í þá
menningu sem kemur í veg fyrir hvers
konar þjáningar og útrýmir þeim; sem
hjálpar okkur til að vinna gegn kúgun og
þrælkun; þannig er menningin ný og end-
urbætt og þannig vinnur hún í þágu manns-
ins.
í tálmyndum menningar sinnar hefur
ítalska þjóðin orðið að h'ða mikið. Hvaða
ítali kannast ekki við auðmýkingu hins
vanmáttuga, eða hina máttvana reiði? Og
þrátt fyrir það ætlum við okkur að halda
áfram að feta í fótspor manna sem enn
þann dag í dag kenna sig við Thomas
Mann eða Benedetto Croce? Ég sný mér
til allra ítalskra menntamanna sem þekkja
fasismann af eigin raun. Hér á ég ekki að-
eins við marxista, heldur einnig hugsjóna-
menn, katólska menn, dulspekinga. Ekki
geta rökin sem liggja fyrir hugsjónum eða
katólskri trú, verið á móti því að umbreyta
menningunni svo að hún verði fær ttm að
berjast gegn ltungri og þjáningu.
Umhyggja fyrir brauði og vinnu gefttr
líka andlegan arð. Idins vegar hefur það
lítil áhrif út á við að sinna ekki neinu öðru
en „andanum“ og gleyma alveg efnishlið
lífsins, því að einmitt það gerir yfirvöldttn-
um auðvelt að drottna í „andlegum“ málum
mannsins.
Spor í átt til nýrrar öflugrar menningar,
sem yrði manninum til vemdar en ekki
lengur aðeins til hughreystingar; ekki get-
ttr það verið síður áhugamál hugsjóna-
mönnttm og katólskum en okkur!"
Ragnhildur Óskarsdóttir.
95